Menningarmálanefnd

142. fundur 08. ágúst 2018 kl. 15:00 - 15:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Baldur Björnsson boðaði forföll, enginn kom í hans stað.

1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Lagt er fram til kynningar erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar.
Umræður fór fram um erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar og eru fulltrúar nefndarinnar sammála um að auka virkni nefndarinnar á tímabilinu.

2.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarsamningur Atvest - 2010080057

Lögð fram til umræðu atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar útgefin í febrúar 2014.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar með það að leiðarljósi að yfirfara og taka stöðu þeirra áhersluatriða sem tekið er á í stefnunni.

3.Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar - breytingar - 2017090082

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 7. ágúst sl., með tillögum að breytingum á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.

4.Bæjarlistamaður 2018 - 2018010011

Tilnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2018.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver skuli hljóta útnefninguna og verður útnefningin tilkynnt á ActAlone 2018.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?