Menningarmálanefnd

141. fundur 05. apríl 2018 kl. 15:00 - 16:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Ingólfur Þorleifsson boðaði forföll sín.

1.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

Lagður er fram tölvupóstur Elísabetar Gunnarsdóttur, dags. 26. mars sl., varðandi val á listamanni fyrir Linköping vistaskiptin.
Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar tekur ákvörðun um að auglýsa eftir umsóknum myndlistarmanns frá Ísafjarðarbæ til vistaskipta í Linköping, Svíþjóð árið 2019. Hlutlaus aðili verður svo fenginn til að tilnefna listamenn til Menningarhússins í Linköping sem sér um lokaval listamanns til vistaskiptanna.

Gestir

  • Elísabet Gunnarsdóttir - mæting: 15:00

2.Styrkir til menningarmála 2018 - 2018010012

Kynntar eru umsóknir aðila um styrk til menningarmála í vorúthlutun 2017.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna vorúthlutunar 2018. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 750.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða, útgáfa Vestfjarðarits VI, kr. 250.000,-.
Sunnukórinn, dagskrá fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands, kr. 200.000,- .
Ágúst Atlason, Ljósmyndasýning í Safnahúsinu, kr. 250.000,-.
Leikhópurinn Lotta, Leiksýning á Ísafirði 10. febrúar 2018, kr. 25.000,-.
Leikfélag Hólmavíkur, Leiksýning á Þingeyri - Halti Billi, kr. 25.000,-.

Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.

3.Virðisaukinn - 2013110016

Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður hver hljóti virðisaukann árið 2017.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað útnefningu virðisaukans árið 2017. Nefndin leggur til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram með hátíðlegri athöfn við upphaf næsta bæjarstjórnarfundar.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?