Menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Þrettándinn og Kómedíuleikhúsið - 2017100022
Elfar Logi Hannesson mætir á fund nefndarinnar til að ræða mögulega aðkomu Kómedíuleikhússins að þrettándagleði.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við Kómedíuleikhúsið um að sjá um skemmtun á þrettándanum árið 2018 á Ísafirði.
Elfar Logi Hannesson, yfirgefur fundinn kl. 15:12.
Gestir
- Elfar Logi Hannesson - mæting: 15:00
2.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081
Lagt er fram bréf Elísabetar Gunnarsdóttur, forstöðumanns ArtsIceland, dags. 1. nóvember sl., ásamt fylgiskjölum, varðandi vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og vinabæjarins Linköping.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í vistaskipti listamanna, þannig að tekið sé á móti einum listamanni á árinu 2019 frá vinabæ Ísafjarðarbæjar Linköping. Nefndin leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur við Linköping um að taka á móti gesti í vistaskipti árið 2019, þar sem m.a. kæmi fram að Ísafjarðarbær styrkti verkefnið um kr. 500.000,- á árinu 2019.
Gestir
- Elísabet Gunnarsdóttir - mæting: 15:13
3.Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025
Umræður um áhersluverkefni atvinnu- og menningarmálanefndar.
Ræddar voru tillögur um að móta menningarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Elísabet Gunnarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:49.
Fundi slitið - kl. 16:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?