Menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Viðurkenningin Sómi Ísafjarðar - 2016030004
Umræður um tillögur að reglum um Góðborgara Ísafjarðarbæjar í framhaldi af síðasta fundi nefndarinnar.
Bæjarritari greindi frá hugmyndum sem fram hafa komið varðandi hönnun viðurkenningargrips fyrir Góðborgara Ísafjarðarbæjar. Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að fjárveiting fáist til að vinna að hönnun viðurkenningargrips.
2.100 ára fullveldisafmæli - 2017050085
Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. maí sl., vegna hátíðarhalda í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar. Leitað er eftir þátttöku skóla, sveitarfélaga og félagasamtaka.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 976. fundi sínum 29. maí sl., og vísaði til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 976. fundi sínum 29. maí sl., og vísaði til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd vekur athygli á að áhugasamir hafa möguleika á að sækja um styrk til að standa fyrir hátíðarhöldum í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar á árinu 2018 og hvetur nefndin áhugasama á að kynna sér málið frekar.
3.Bæjarlistamaður 2017 - 2016040065
Tilnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2017.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver hljóti nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2017. Tilnefningin verður kynnt á Act alone hátíðinni. Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að skipuleggja afhendinguna.
Fundi slitið - kl. 15:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?