Menningarmálanefnd

137. fundur 10. apríl 2017 kl. 14:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
  • Björn Davíðsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Ingólfur Þorleifsson tilkynnti fjarveru sína. Enginn gat mætt í hans stað.

1.Styrkir til menningarmála 2017 - 2017020014

Kynntar eru umsóknir aðila um styrk til menningarmála í vorúthlutun 2017.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna vorúthlutunar 2017. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 700.000,- til eftirfarandi umsækjenda:
Eyþór Jóvinsson, Arnbjörn - handrit að kvikmynd í fullri lengd, kr. 50.000,-
Gláma kvikmyndafélag, Gamanmyndahátíð Flateyrar í fullri lengd, kr. 200.000,-
Kvenfélagið Von, Dýrafjarðadaganefnd, Dýrafjarðadagar - barnadagskrá, kr. 100.000,-
Listasafn Ísafjarðar, ljósmyndasýning á verkum Þorvaldar Arnar Kristmundssonar, kr. 50.000,-
Byggðasafn Vestfjarða, sýning á hljóðfærum safnsins, landsmót harmonikkuunnenda og útgáfu á geisladisk, kr. 250.000,-
Byggðasafn Vestfjarða, opnun sýningarinnar "Ég var aldrei barn" í tilefni af 75 ára afmæli safnsins, kr. 50.000,-

2.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

Lagður fram tölvupóstur Elisabeth Asp, f.h. sveitarfélagsins Linköping í Svíþjóð, dagsettur 20. mars sl., ásamt bréfi, þar sem viðruð er sú hugmynd að listamenn frá Ísafjarðarbæ og Linköping geti haft vistaskipti. Linköping býður upp á aðstöðu fyrir heimsóknir listamanna í nýju menningarhúsi sem verður vígt á næsta ári.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 969. fundi sínum, 27. mars sl., og vísaði til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með erindið og ákveður að vísa því til skoðunar hjá ArtsIceland.

3.Viðurkenningin Sómi Ísafjarðar - 2016030004

Kynntar verða tillögur að reglum um Góðborgara Ísafjarðarbæjar, í samræmi við tillögu frá 136. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd gerir tillögu að breytingum að reglunum og felur bæjarritara að leita eftir tillögum að hönnun á viðurkenningu nafnbótarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?