Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
137. fundur 10. apríl 2017 kl. 14:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
  • Björn Davíðsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Ingólfur Þorleifsson tilkynnti fjarveru sína. Enginn gat mætt í hans stað.

1.Styrkir til menningarmála 2017 - 2017020014

Kynntar eru umsóknir aðila um styrk til menningarmála í vorúthlutun 2017.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna vorúthlutunar 2017. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 700.000,- til eftirfarandi umsækjenda:
Eyþór Jóvinsson, Arnbjörn - handrit að kvikmynd í fullri lengd, kr. 50.000,-
Gláma kvikmyndafélag, Gamanmyndahátíð Flateyrar í fullri lengd, kr. 200.000,-
Kvenfélagið Von, Dýrafjarðadaganefnd, Dýrafjarðadagar - barnadagskrá, kr. 100.000,-
Listasafn Ísafjarðar, ljósmyndasýning á verkum Þorvaldar Arnar Kristmundssonar, kr. 50.000,-
Byggðasafn Vestfjarða, sýning á hljóðfærum safnsins, landsmót harmonikkuunnenda og útgáfu á geisladisk, kr. 250.000,-
Byggðasafn Vestfjarða, opnun sýningarinnar "Ég var aldrei barn" í tilefni af 75 ára afmæli safnsins, kr. 50.000,-

2.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

Lagður fram tölvupóstur Elisabeth Asp, f.h. sveitarfélagsins Linköping í Svíþjóð, dagsettur 20. mars sl., ásamt bréfi, þar sem viðruð er sú hugmynd að listamenn frá Ísafjarðarbæ og Linköping geti haft vistaskipti. Linköping býður upp á aðstöðu fyrir heimsóknir listamanna í nýju menningarhúsi sem verður vígt á næsta ári.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 969. fundi sínum, 27. mars sl., og vísaði til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með erindið og ákveður að vísa því til skoðunar hjá ArtsIceland.

3.Viðurkenningin Sómi Ísafjarðar - 2016030004

Kynntar verða tillögur að reglum um Góðborgara Ísafjarðarbæjar, í samræmi við tillögu frá 136. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd gerir tillögu að breytingum að reglunum og felur bæjarritara að leita eftir tillögum að hönnun á viðurkenningu nafnbótarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?