Menningarmálanefnd

133. fundur 09. júní 2016 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
  • Bryndís Ásta Birgisdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Atvinnuástand á Flateyri - 2011070075

Lögð er fram tillaga Shirans Þórissonar, f.h. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um styrk á grundvelli atvinnuþróunarsamnings í verkefni á Flateyri.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða verði veittar kr. 1.200.000,- af framlagi samnings milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni verði samþykkt.

Gestir

  • Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - mæting: 15:07
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 15:00

2.Þátttaka Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016 - 2016060019

Fjallað er um þátttöku Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt Reykjavíkur 2016 í tilefni af 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðarbæjar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna að kostnaðaráætlun fyrir viðburðinn.
Shiran Þórisson yfirgaf fundinn kl. 15:30.

3.17. júní 2016 - 2015100011

Umræður um hátíðarhöld 17. júní 2016, fjallkonu og ræðumann hátíðarræðu.
Umræður fóru fram um 17. júní 2016 og lögð lokahönd á dagskrá hátíðarinnar á Ísafirði.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson yfirgaf fundinn kl. 15:50.

4.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

Bæjarráð vísar erindi Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí sl., um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði, til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.
Atvinnu- og menningarmálanefnd telur að um góða greiningu á núverandi ástandi sé að ræða og línur lagðar fyrir næstu skref, nefndin leggur áherslu á að markmiðin séu skýr og mælanleg. Enn fremur leggur atvinnu- og menningarmálanefnd til að sveitarfélögin sameinist um þau markmið að öryggi á strandveiðum verði bætt, sveitarfélögin fái hlutdeild af veiðigjaldi og að stefna í fjarskiptamálum verði efld.

5.LÚR-festival 2016, óskað eftir styrk - 2016060010

Lagður er fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, f.h. skipulagshóps LÚR-festival 2016, frá 3. júní sl. þar sem óskað er eftir styrk til skipulagningar og frágangs hátíðarinnar í júní-júlí.
Atvinnu- og menningarmálanefnd telur sig ekki hafa fjármuni til ráðstöfunar og vísar erindinu því til bæjarráðs.

6.Bæjarlistamaður 2016 - 2016040065

Lögð eru fram drög að rökstuðningi fyrir bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að lagfæra textann og hafa samband við þann sem hlýtur titilinn bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2016.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?