Menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Viðurkenningin Sómi Ísafjarðar - 2016030004
Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa, varðandi viðurkenninguna Sómi Ísafjarðarbæjar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram.
2.17. júní 2016 - 2015100011
Umræður um 17. júní og aðkomu Kómedíuleikhússins að hátíðinni.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hafnar tilboði Kómedíuleikhússins frá 25. janúar sl., um sérstaka viðbótar dagskrá á 17. júní hátíðarhöldunum. Kómedíuleikhúsið kemur þó að venju að hátíðarhöldunum með leikatriði í samræmi við samstarfssamning Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.
Ólöf Dómhildur Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
3.Styrkir til menningarmála 2016 - 2016020039
Lagðar eru fram umsóknir um styrki til menningarmála 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir eftirfarandi styrki til menningarmála vor 2016:
Ómar Smári Kristinsson, gerð teiknimyndasögu byggðri á Gísla sögu Súrssonar, kr. 125.000,-.
Kvennakór Ísafjarðar, útgáfa hljómdisks í tilefni 10 ára afmælis kórsins, kr. 100.000,-.
Edinborgarhúsið, sýning á leikritinu Flóð, kr.
125.000,-.
Þjóðbúningafélag Vestfjarða, 150 einstaklingar í þjóðbúningi í tilefni af 150 ára afmæli Ísafjarðarbæjar, kr. 75.000,-.
Gunnar Jónsson, 4horn á sjó, kr. 125.000,-.
LÚR, LÚR festival 2016, kr. 100.000,-.
Marsibil G. Kristjánsdóttir, Gísla saga á refil, kr. 100.000,-.
Til ráðstöfunar að þessu sinni voru kr. 750.000,-.
Ómar Smári Kristinsson, gerð teiknimyndasögu byggðri á Gísla sögu Súrssonar, kr. 125.000,-.
Kvennakór Ísafjarðar, útgáfa hljómdisks í tilefni 10 ára afmælis kórsins, kr. 100.000,-.
Edinborgarhúsið, sýning á leikritinu Flóð, kr.
125.000,-.
Þjóðbúningafélag Vestfjarða, 150 einstaklingar í þjóðbúningi í tilefni af 150 ára afmæli Ísafjarðarbæjar, kr. 75.000,-.
Gunnar Jónsson, 4horn á sjó, kr. 125.000,-.
LÚR, LÚR festival 2016, kr. 100.000,-.
Marsibil G. Kristjánsdóttir, Gísla saga á refil, kr. 100.000,-.
Til ráðstöfunar að þessu sinni voru kr. 750.000,-.
4.Bæjarlistamaður 2016 og 2017 - 2016040065
Rætt um tilnefningu og afhendingu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver hljóti nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Tilnefningin verður kynnt á hátíðardagskrá á Hrafnseyri 17. júní.
Hálfdán Bjarki yfirgaf fundinn kl. 16:20.
Fundi slitið - kl. 17:12.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?