Menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Samningur um atvinnuþróunarverkefni - 2010080057
Lögð er fram tillaga Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, dags. 29. janúar sl., um nýtingu fjármuna samkvæmt samningi milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni árið 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða verði samþykkt. Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar jafnframt eftir því að Atvinnuþróunarfélagið sendi nefndinni skýrslu eftir að fjármagnið hefur verið nýtt með sundurliðaðri nýtingu þess milli markaðssetningar og viðburða.
2.Brothættar byggðir - 2014090062
Umræður um umsókn Ísafjarðarbæjar um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og atvinnuöryggi.
Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir að fá upplýsingar Byggðastofnunar um stöðu umsóknar Ísafjarðarbæjar um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og mat á því hvenær hægt verði að taka byggðalögin þrjú sem sótt var um af Ísafjarðarbæ inn í verkefnið.
Starfsmanni nefndarinnar var jafnframt falið að ræða við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um frumkvöðlafræðslu.
Starfsmanni nefndarinnar var jafnframt falið að ræða við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um frumkvöðlafræðslu.
3.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069
Tillaga atvinnu- og menningarmálanefndar um að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, var samþykkt á 372. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 21. janúar sl.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa hugmyndasamkeppnina í samræmi við umræður á fundinum. Umsóknarfresturinn var ákveðinn 10. mars 2016.
4.17. júní 2016 - 2015100011
Lagt er fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 25. janúar sl., þar sem Kómedíuleikhúsið býðst til að taka við skemmtidagskrá 17. júní hátíðarhaldanna á Ísafirði.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur upplýsingafulltrúa að ræða við bréfritara og fá frekari upplýsingar varðandi tillögu hans um aðkomu Kómedíuleikhússins að skemmtidagskrá 17. júní 2016 á Ísafirði.
Hálfdán Bjarki yfirgaf fundinn kl. 15:24.
Gestir
- Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 15:02
Fundi slitið - kl. 15:26.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?