Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
128. fundur 25. nóvember 2015 kl. 16:00 - 17:17 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
  • Bryndís Ásta Birgisdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Styrkir til menningarmála 2015 - 2015020020

Lagðar eru fram umsóknir 5 aðila um styrk til menningarmála í haustúthlutun 2015.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2015. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 749.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

Vestfirska skemmtifélagið, Söngleikur Piltur og stúlka, kr. 120.000,-
Kristján Pálsson, Fornleifagröftur í Hnífsdal, kr. 200.000,-
Leikdeild Höfrungs, Kardemommubær, kr. 170.000,-
Annska, Þessi líkami, kr. 170.000,-
Ólöf Dómhildur, einkasýning í Gallerí Úthverfu, kr. 89.000,-
Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, mætti til fundarins kl. 16:28.

2.Verkefni atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - 2010080057

Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætir til fundarins og fer yfir verkefnalista atvinnuþróunarfélagsins til upplýsingar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Shiran fyrir kynninguna.
Shiran yfirgefur fundinn kl. 17:05.

3.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

Málið tekið aftur fyrir á fundi atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að gera tillögu að útfærslu verkefnisins í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:17.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?