Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
127. fundur 15. október 2015 kl. 16:00 - 17:04 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.17. júní 2016 - 2015100011

Umræður um skipulagningu 17. júní 2016
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að fjármagn til hátíðarhalda vegna 17. júní verði aukið í kr. 800.000,-.

Gestir

  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 16:00
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson yfirgefur fundinn kl. 16:40

2.Veturnætur 2015 - 2015090014

Umræður um veturnætur sem haldnar verða 23.-26. október n.k.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi, kynnti dagskrána fyrir nefndinni.

3.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2015 - 2015100010

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 7. október sl.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur undir tillögu upplýsingafulltrúa að jólaljós verði tendruð 28. nóvember á Þingeyri, 29. nóvember á Suðureyri, 6. desember á Ísafirði og 6. desember á Flateyri.

4.Listamannaþing 2015 - boð - 2015050021

Lagt er fram bréf Félags vestfirskra listamanna, sem barst 22. júní sl., þar sem Félag vestfirskra listamanna hvetur Ísafjarðarbæ til að halda barnamenningarhátíð á Vestfjörðum. 891. fundur bæjarráðs vísaði erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar að fengnum tillögum íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Atvinnu- og menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndina og frumkvæði Félags vestfirskra listamanna. Nefndin telur sveitarfélagið þó ekki vera réttan aðila til að skipuleggja slíka hátíð, slíkt þyrfti að koma frá þeim aðilum sem hafa brennandi áhuga á málefninu. Atvinnu- og menningarmálanefnd hvetur bæjarstjórn hins vegar til að leggja hátíðum sem þessum lið með einum eða öðrum hætti.

Fundi slitið - kl. 17:04.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?