Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144
Lögð fram til samþykktar minni háttar breyting á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar, auk nýrra viðauka nr. 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta einstakra starfsmanna og nefnda Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1337. fundi sínum þann 1. september 2025, þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar um þá viðauka sem tilheyra þeim og starfsmönnum tengdum þeirra málalfokkum.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1337. fundi sínum þann 1. september 2025, þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar um þá viðauka sem tilheyra þeim og starfsmönnum tengdum þeirra málalfokkum.
Menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar hvað nefndina varðar.
2.Styrkir til menningarmála 2025 - greinargerðir - 2024110078
Lagðar fram til kynningar greinargerðir menningarstyrkjaverkefna vegna ársins 2025.
Eftirfarandi verkefni eru kynnt: Söngleikurinn Grease, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Við Djúpið tónlistarhátíð, Write it out: World Letter Writing Day, gönguferðarbók um eldri bæjarhlutann á Ísafirði, Disney-söngleikjasýning, Bókmenntahátíð Flateyrar, Vísnakvöld á Þingeyri, og listasmiðjur fyrir börn í dymbilviku
Eftirfarandi verkefni eru kynnt: Söngleikurinn Grease, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Við Djúpið tónlistarhátíð, Write it out: World Letter Writing Day, gönguferðarbók um eldri bæjarhlutann á Ísafirði, Disney-söngleikjasýning, Bókmenntahátíð Flateyrar, Vísnakvöld á Þingeyri, og listasmiðjur fyrir börn í dymbilviku
Lagt fram til kynningar.
3.Lóðahönnun safnasvæðis í Neðstakaupstað - 2025060025
Lagt fram til kynningar minnisblað Erlu Margrétar Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, dags. 21. maí 2025, varðandi lóðarhönnun Neðstakaupstaðar.
Lagt fram til kynningar.
4.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Lögð fram til samþykktar tillögur að breytingum á gjaldskrá safna Ísafjarðarbæjar 2026.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá safna Ísafjarðarbæjar 2026.
5.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Lagðar fram tillögur að framkvæmdaáætlun 2026-2036 varðandi menningarmál.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna menningarmála Ísafjarðarbæjar 2026, þó með þeim breytingum frá núverandi drögum að uppbygging þjónustuhúss við Skrúð hefjist sem fyrst, jafnvel með umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Sama eigi við um viðbyggingu við Jónshús í Neðstakaupstað, en gaman væri að sjá byggingu á grunninum, t.d. með kaffihúsi, upplýsingamiðstöð eða annarri starfsemi tengdri Byggðasafninu.
6.Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029
Lagðar fram tillögur að viðhaldsáætlun 2026-2029 varðandi menningarmál.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun vegna menningarmála Ísafjarðarbæjar 2026.
7.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - staða 2025 - 2022100090
Lagt fram til kynningar vinnuskjal Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 11. september 2025, þar sem staða aðgerðaáætlunar menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar er yfirfarin.
Lagt fram til kynningar.
8.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2026 - 2022100090
Lögð fram núgildandi aðgerðaáætlun menningarstefnu, varðandi umræðu um tillögur að áætlun ársins 2026.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi aðgerðir á fjárhagsáætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2026.
9.17. júní hátíðahöld - 2019060003
Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 12. september 2025, varðandi framkvæmd 17. júní hátíðahalda á árinu 2025.
Jafnframt lagður fram til kynningar núgildandi verkefnasamningur við körfuknattleiksdeild Vestra sem er með verkefnasamning sem er í endurskoðun, varðandi fyrirkomulag hátíðahaldanna til framtíðar, auk núgildandi samnings við Viðburðastofu Vestfjarða, með gildistíma út árið 2025, vegna framkvæmdar hátíðarhaldanna, auk annarra viðburða sveitarfélagsins.
Jafnframt lagður fram til kynningar núgildandi verkefnasamningur við körfuknattleiksdeild Vestra sem er með verkefnasamning sem er í endurskoðun, varðandi fyrirkomulag hátíðahaldanna til framtíðar, auk núgildandi samnings við Viðburðastofu Vestfjarða, með gildistíma út árið 2025, vegna framkvæmdar hátíðarhaldanna, auk annarra viðburða sveitarfélagsins.
Menningarmálanefnd ræddi verkefni næsta árs og hugmyndir að því að gera veg og vanda hátíða Ísafjarðarbæjar sem mestan.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 17:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?