Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Bókasafn Sighvats Borgfirðings - 2025060022
Lagt fram erindi Þorsteins Jónssonar á Núpi, móttekið 23. maí 2025, þar sem óskað er eftir að fá að hýsa Bókasafn Sighvats Borgfirðings á Núpi, en safnið er geymt að mestu á Þingeyri.
Menningarmálanefnd felur starfsmanni, í samráði við forstöðumann Bókasafnsins á Ísafirði, að vinna málið áfram. Tekið er jákvætt í erindi Þorsteins Jónssonar að gögn sem eru í geymslu á Þingeyri verði lánuð á fyrirhugað safn að Núpi, með lánasamningi um vörslu og meðferð, en önnur gögn sem eru í vörslu Bókasafnsins á Ísafirði verði ekki afhent til láns.
Gestir
- Edda Björg Kristmundsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Ísafjarðar - mæting: 12:00
2.100 ára afmæli Safnahúss - 2024090079
Edda Björk Kristmundsdóttir mætir til fundarins og fer yfir dagskrá Safnahúss á 100 ára afmæli hússins 17. júní 2025.
https://www.isafjordur.is/is/vidburdir/17-juni-a-isafirdi-2025
https://www.isafjordur.is/is/vidburdir/17-juni-a-isafirdi-2025
Edda fer yfir fyrirhugaða dagskrá á 100 ára afmæli hússins, rætt um fínerseringar á húsinu og lóð fyrir afmælið.
Edda Björg yfirgaf fund kl. 12.25.
Gestir
- Guðfinna Hreiðarsdóttir, forstöðumaður Héraðsskjalasafns, ljósmyndasafns og Listasafns Ísafjarðar
3.17. júní hátíðahöld - 2019060003
Umræður um hátíðarhöld 17. júní 2025 og ákvörðun um fjallkonu og ræðumann hátíðarhaldanna.
https://www.isafjordur.is/is/vidburdir/17-juni-a-isafirdi-2025
https://www.isafjordur.is/is/vidburdir/17-juni-a-isafirdi-2025
Umræður um hátíðarhöld 17. júní 2024 og ákvörðun um fjallkonu og ræðumann hátíðahaldanna.
4.Krambúð í Neðstakaupstað. Húsaleiga 2025 - 2025050223
Á 1328. fundi bæjarráðs, þann 2. júní 2025, var lögð fram beiðni Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, móttekið 21. maí 2025, þar sem óskað er eftir að fá Krambúðina í Neðstakaupstað til leigu fyrir starfsemi safnsins þegar núverandi leigusamningi lýkur.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. maí 2025, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkti beiðni forstöðumanns, enda hefur stjórn Byggðasafnsins samþykkt ráðtöfunina á fundi sínum mánudaginn 19. maí 2025.
Bæjarráð vísaði jafnframt málinu til kynningar í menningarmálanefnd.
Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. maí 2025, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkti beiðni forstöðumanns, enda hefur stjórn Byggðasafnsins samþykkt ráðtöfunina á fundi sínum mánudaginn 19. maí 2025.
Bæjarráð vísaði jafnframt málinu til kynningar í menningarmálanefnd.
Lagt fram til kynningar.
5.Skíðavikan og páskar - 2021030113
Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 4. júní 2025, vegna framkvæmdar Skíðavikunnar 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Styrkir til menningarmála 2025 - 2024110078
Lagðar fram eftirfarandi greinargerðir til kynningar vegna menningarmálastyrkja 2025:
Agnes Eva Hjartardóttir, f.h. Leikfélags MÍ - söngleikurinn Grease
Guðjón Friðriksson - ritun gönguferðabókar um eldri bæjarhluta Ísafjarðar
Hallóra Jónasdóttir - f.h. Leiklistarhóps Halldóru - söngleikjasýning um páska
Helen Hafgnýr Cova Gonzales - f.h. Karíba ehf. - bókmenntahátíð Flateyrar
Lísbet Harðardóttir og Rannveig Jónsdóttir - listasmiðjur fyrir börn í dymbilviku
Agnes Eva Hjartardóttir, f.h. Leikfélags MÍ - söngleikurinn Grease
Guðjón Friðriksson - ritun gönguferðabókar um eldri bæjarhluta Ísafjarðar
Hallóra Jónasdóttir - f.h. Leiklistarhóps Halldóru - söngleikjasýning um páska
Helen Hafgnýr Cova Gonzales - f.h. Karíba ehf. - bókmenntahátíð Flateyrar
Lísbet Harðardóttir og Rannveig Jónsdóttir - listasmiðjur fyrir börn í dymbilviku
Lagt fram til kynningar.
7.Söguskilti í Ísafjarðarbæ - 2022020028
Lagt fram til kynningar erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 19. maí 2025, en Ísafjarðarbær sótti um styrk í styrktarsjóð til að vinna fimm söguskilti í viðbót við þau sem sett voru upp á síðust tveimur árum með styrk úr sjóðnum. Ísafjarðarbær hlaut styrk að fjárhæð kr. 900.000 vegna skiltanna.
Lagt fram til kynningar.
8.Aðalfundur Landskerfis Bókasafna hf 2025 - 2025040067
Lagt fram til kynningar erindi Sveinbjargar Sveinsdóttur, f.h. Landskerfis bókasafna hf. þar sem ársskýrsla 2024 er kynnt, auk breytinga á lögum félagsins. Edda Björg Kristmundsdóttir forstöðumaður Bókasafns Ísafjarðar sat fundinn f.h. sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?