Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
172. fundur 16. maí 2024 kl. 12:00 - 12:49 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.17. júní hátíðahöld - 2019060003

Umræður um hátíðarhöld 17. júní 2024 og ákvörðun um fjallkonu og ræðumann hátíðarhaldanna.
Umræður um hátíðarhöld 17. júní 2024 og ákvörðun um fjallkonu og ræðumann hátíðahaldanna.

2.Félagsheimilið á Þingeyri - rekstrarsamningur o.fl. - 2018040016

Á 1277. fundi bæjarráðs þann 18. mars 2024, var lagður fram til kynningar ársreikningur vegna reksturs félagsheimilisins á Þingeyri fyrir árið 2023, ódagsettur, en barst með tölvupósti frá Rakel Brynjólfsdóttur 12. mars 2024, ásamt ársskýrslu 2023.

Vísaði bæjarráð málinu til kynningar í menningarmálanefnd.
Lagt fram til kynningar.

3.Styrkir til menningarmála 2024 - 2024010011

Lögð fram til kynningar greinargerð frá Jóhönnu Evu Gunnarsdóttir, f.h. Földu ehf., vegna skapandi fjölskyldusmiðju fyrir páska.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða 2023 - 2024050037

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2023, unnin í janúar af Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni.

Jafnframt lögð fram til kynningar skýrsla Safnaráðs, dags. 1. janúar 2024, um mat á bátakosti Byggðasafns Vestfjarða, unnin af Jónu Símoníu Bjarnadóttur og Magnúsi Alfreðssyni.
Lagt fram til kynningar.

5.Skíðavikan og páskar - 2021030113

Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 12. apríl 2024, vegna framkvæmdar Skíðavikunnar 2024.
Menningarmálanefnd þakkar fyrir skýrsluna og hvetur til þess að 90 ára afmæli Skíðavikunnar verði gert hátt undir höfði árið 2025.

6.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090

Lagt fram til kynningar yfirlit Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. maí 2024, um stöðu aðgerðaáætlunar menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:49.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?