Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
170. fundur 13. nóvember 2023 kl. 12:00 - 12:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Act Alone - endurnýjun samnings 2023
- 2021030095

Lögð fram til samþykktar beiðni um endurnýjun þriggja ára samnings við Act alone, félagasamtök, um styrk til að halda einleikshátíðina Act alone, með greiðslu fjármuna, þ.e. kr. 700.000, og vinnu starfsmanna þjónustumiðstöðvar og láni á eignum sveitarfélagsins, s.s. fánum og sorpfötum.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun þriggja ára samnings við Act Alone um styrk til að halda einleikshátíðina á árunum 2024-2026.

2.Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins - 2019060036

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. nóvember 2023, vegna beiðnar um framlengingu samkomulags um afnot af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri. Jafnframt lögð fram drög að samningi vegna málsins.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlengingu samkomulags um afnot af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri, og að samkomulagið verði hluti af samstarfssamningi við Kómedíuleikhúsið, sem gildir út árið 2025.

3.ALDREI 20 ára afmælishátíð - 2023110081

Lagt fram erindi Kristjáns Halldórssonar, rokkstjóra Aldrei fór ég suður, dags. 21. september 2023, vegna fyrirhugaðs 20 ára afmælis ALDREI hátíðarinnar, sem haldin verður páskana 2024.
Menningarmálanefnd tekur vel í erindið og telur mikilvægt að sem flestar stofnanir sveitarfélagsins taki þátt í hugmyndavinnu og útfærslu og framkvæmd verkefna til að gera veg hátíðarinnar sem mestan á 20 ára afmælishátíðinni á næstu páskum. Nefndin felur starfsmanni að eiga samtal við forstöðumenn stofnana og aðra sviðsstjóra, auk rokkstjóra, um málið. Jafnframt að afmælishátíðin verði vel kynnt verslunum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu, með von um að allir leggist á eitt að gera hátíðina sem stærsta og skemmtilegasta.

4.Sæskrímsli á Ísafirði - 2023110080

Lagt fram erindi Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur, f.h. Murmur Prodcutions, vegna götuleikhúss sem áætlar að vera með stóra sýningu um sæskrímsli sumarið 2024. Óskað er samstarfs við Ísafjarðarbæ um leit að ungmennum til aðstoðar við sýninguna og þátttöku í vinnusmiðju, fjármögnunar í formi vinnuframlags eða fjárframlags og samstarfsaðila vegna kynningar og tenginga á staðnum.
Menningarmálanefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að vinna að útfærslu fyrirkomulags varðandi aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu og sýningu næsta sumar.

5.Skýrslur ferðamála á Þingeyri 2023 - 2023110006

Lögð fram til kynningar skýrsla ferðamála hjá Koltru handverkshóp fyrir Þingeyri sumarið 2023.
Menningarmálanefnd þakkar Koltru fyrir upplýsandi og góða skýrslu. Skýrslan lögð fram til kynningar.

6.Styrkir til menningarmála 2023 - greinargerðir - 2023020064

Lögð fram til kynningar greinargerð Jóhönnu Evu Gunnarsdóttur, dags. 2. október 2023, vegna menningarstyrks fyrir bangsagerðarnámskeið Földu sumarið 2023.

Jafnframt lögð fram til kynningar greinargerð Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur, dags. 25. maí 2023, vegna menningarstyrks fyrir Nemendafélag MÍ.
Lagt fram til kynningar.

7.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2018110044

Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi, upplýsti nefndina um tendranir jólaljósa fyrir jólin 2023, og verða þær auglýstar nánar þegar nær dregur.

Tendranir verða eftirfarandi:
Þingeyri - laugardagur 25. nóvember, kl. 16.
Flateyri - sunnudagur 26. nóvember, kl. 16.
Ísafjörður - laugardagur 2. desember, kl. 16.
Suðureyri - sunnudagur 3. desember, kl. 16.
Lagt fram til kynningar.

8.Bæjarlistamaður 2023 - 2023050136

Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 17. nóvember 2023, varðandi bæjarlistamann 2023.
Lagt fram til kynningar.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistamanns 2023, að fjárhæð kr. 200.000, yrðu nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu, í stað þess að falla niður.

Fundi slitið - kl. 12:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?