Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
169. fundur 18. september 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarlistamaður 2023 - 2023050136

Lögð fram vinnugögn vegna útnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2023, en 42 tilnefningar bárust um 22 mismunandi listamenn.
Menningarmálanefnd tók ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2023. Útnefningin fer fram á Veturnóttum 2023.

2.Byggðarmerki - einkaleyfi - 2013050049

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. september 2023, vegna uppfærslu byggðamerkis Ísafjarðarbæjar hjá Hugverkastofu.
Lagt fram til kynningar.

3.Uppfærðar reglur um notkun byggðamerkis Ísafjarðarbæjar - 2023060145

Lagðar fram til samþykktar nýjar reglur um notkun byggðamerkis Ísafjarðarbæjar.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja uppfærðar reglur um notkun byggðamerkis Ísafjarðarbæjar.

4.Samkeppni um áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga - 2023070037

Á 1249. fundi bæjarráðs, þann 17. júlí 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 14. júlí 2023, þar sem lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Keppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 25. Óskað er umsagna menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.

Bæjarráð tók vel í hugmynd um að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Samkeppnin yrði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 2025.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. Í kjölfar þess myndi bæjarstjóri útfæra hugmyndasamkeppni og leggja fram áætlun um kostnað, forsendur, tímasetningar og önnur skipulagsatriði fyrir bæjarráð.
Menningarmálanefnd tekur vel í hugmynd um samkeppni um hönnun á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga, en leggur áherslu á að svæðið verði vel skipulagt fyrir gangandi, s.s. með göngustígum, bekkjum og ljósum. Gaman væri að sjá skemmtilegt verk við enda garðsins sem myndi vekja athygli og ánægju bæjarbúa og gesta.

5.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090

Lagt fram til samþykktar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. september 2023, um stöðu aðgerðaáætlunar menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2023, og fyrirhugaðra aðgerða árið 2024.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2024, en leggur auk þess áherslu á að stetja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaáætlun að ganga eftir.

6.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Lagðar fram til umræðu og samþykktar gjaldskrár safna fyrir árið 2024.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá safna fyrir árið 2024.

7.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram til umræðu og samþykktar framkvæmdaáætlun 2023-2034 fyrir menningarhús.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna menningarverkefna árin 2024-2034.

8.Viðhaldsáætlun 2024 - 2023040036

Lögð fram til umræðu og samþykktar viðhaldsáætlun 2023-2034 fyrir menningarhús.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun menningarmála fyrir árið 2024.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?