Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
168. fundur 24. maí 2023 kl. 12:00 - 13:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Safnastefna Byggðasafns Vestfjarða 2023-2028 - 2023050135

Lögð fram til kynningar ný Safnastefna Byggðasafns Vestfjarða 2023-2028.
Lagt fram til kynningar.

Jónu Símoníu þökkuð góð kynning.
Jóna Símonía yfirgaf fund kl. 12.25.

Gestir

  • Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða - mæting: 12:00

2.Listasafn Ísafjarðar kynning - 2023050152

Guðfinna Hreiðarsdóttir og Rannveig Jónsdóttir mæta til fundar við menningarmálanefnd til að kynna starfsemi Listasafns Ísafjarðar.
Lagt fram til kynningar.

Guðfinna og Rannveig kynntu starfsemi Listasafns Ísafjarðar, framtíðarsýn og stefnu.
Guðfinna og Rannveig yfirgáfu fund kl. 13.00.

Gestir

  • Guðfinna Hreiðarsdóttir, forstöðumaður Héraðsskjalasafns og Listasafns Ísafjarðar - mæting: 12:25
  • Rannveig Jónsdóttir, starfsmaður Listasafns Ísafjarðar - mæting: 12:25

3.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 22. maí 2023, um stöðu aðgerðaáætlunar menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.17. júní hátíðahöld - 2019060003

Umræður um hátíðarhöld 17. júní 2023 og ákvörðun um fjallkonu og ræðumann hátíðarhaldanna.
Umræður um fyrirkomulag 17. júní hátíðarhalda.

5.Bæjarlistamaður 2023 - 2023050136

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 22. maí 2023, vegna útnefningar bæjarlistamanns.
Menningarmálanefnd felur starfsmanni að auglýsa eftir tilnefningum í lok sumars og leggja aftur fyrir nefndina.

6.Cycling Westfjords fánar styrkbeiðni 2023 - 2023050138

Lagt fram erindi Tyler og Dóru, f.h. Cycling Westfjords, dags. 9. maí 2023, þar sem óskað er eftir styrk vegna láns og uppsetningar á fánaborgum á hringtorgi á Ísafirði og aðgang að fánafestingum á ljósastaurum í Hafnarstræti á Ísafirði, í lok júní 2023, vegna hjólakeppni félagsins.
Menningarmálanefnd tekur vel í erindið en vísar styrkbeiðni til afgreiðslu bæjarráðs.

Menningarmálanefnd leggur þó áherslu á að fánar á fánafestingum á staurum í Hafnarstræti verði án auglýsinga styrkveitenda og einungis sé um að ræða merki viðkomandi hátíðar.

7.Við Djúpið fánar styrkbeiðni 2023 - 2023050148

Lagt fram erindi Greips Gíslasonar, f.h. Við Djúpið, dags. 9. maí 2023, þar sem óskað er eftir styrk vegna láns og uppsetningar á fánafestingum á ljósastaurum í Hafnarstræti á Ísafirði, í lok júní 2023, vegna tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, sem hefst 17. júní 2023.
Menningarmálanefnd tekur vel í erindið en vísar styrkbeiðni til afgreiðslu bæjarráðs.

Menningarmálanefnd leggur þó áherslu á að fánar á fánafestingum á staurum í Hafnarstræti verði án auglýsinga styrkveitenda og einungis sé um að ræða merki viðkomandi hátíðar.

8.Skíðavikan og páskar - 2021030113

Kynnt skýrsla Skíðavikustjóra vegna Skíðavikunnar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?