Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
160. fundur 22. september 2021 kl. 11:00 - 12:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Atvinnu- og menningarmálanefnd endurskoðar Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi Ísafjarðarbæjar, mætir til fundar við menningarmálanefnd til að ræða breytingar á Aðalskipulagi og aðkomu nefndarinnar vegna þess.
Vinna og framkvæmd við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins rædd, sérstaklega hvað varðar uppfærslu á menningarstefnu Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi í skipulagsmálum - mæting: 11:00

2.Skýrslur ferðamála á Þingeyri - 2020090099

Lögð fram til kynningar skýrsla Jónínu Hrannar Símonardóttur, formanns Handverkshópsins Koltru, dags. 10. september 2021, vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Lagðar fram greinargerðir með upplýsingum um framkvæmdir tveggja menningarverkefna sem hlutu styrk í síðari úthlutun 2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Styrkir til menningarmála 2021 - 2021020098

Teknar eru til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrk vegna síðari úthlutunar 2021.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála, vegna síðari úthlutunar 2021. Alls bárust 18 umsóknir.

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2021. Menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 900.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

Fjölnir Már Baldursson - Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Ísafirði og nágrenni (The Pigeon International Film Festival)- kr. 200.000

Gunnar Jónsson - Myndlistartvíæringurinn Sequences á Ísafirði - kr. 75.000

Halldóra Jónasdóttir - Uppsetning söngleikjar fyrir börn - kr. 200.000

Háskólasetur Vestfjarða - Málþing um vestfirskar bókmenntir og tónlist (Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða) - kr. 125.000

Heimabyggð - Virk hlustun á Veturnóttum 2021 - kr. 200.000

Pétur Albert Sigurðsson - Tónsmiðja fyrir börn á Þingeyri - kr. 100.000

5.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Lögð fram beiðni Bergþórs Pálssonar um að fá frest til að nýta styrk sem veittur var í síðari úthlutun menningarstyrkja 2020, en umræddur styrkur var að fjárhæð kr. 80.000. Ekki tókst að nýta styrkinn vegna Covid-19 samkomutakmarkana.
Menningarmálanefnd samþykkir að heimila Bergþóri Pálssyni að nýta styrk sinn að fjárhæð kr. 80.000 síðar veturinn 2021-2022 vegna aðstæðna.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?