Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
158. fundur 09. júní 2021 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.17. júní hátíðahöld - 2019060003

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2021, vegna hátíðahalda 17. júní 2021. Jafnframt lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 27. maí 2021, vegna málsins.
Umræður um hátíðahöld 17. júní, svo og ræðumann og fjallkonu.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi - mæting: 08:15

2.Hátíðir í Ísafjarðarbæ - fjárhagsáætlun - 2021050059

Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem einnig hefur umsjón með hátíðum sveitarfélagsins, dags. 18. maí 2021, vegna breytinga á bókhaldslegum færslum er varða hátíðir í sveitarfélaginu, í samræmi við reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.
Lagt fram til kynningar.

3.Viðburðir og hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 2021 - 2021010109

Lögð fram til kynningar skýrsla Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, skíðavikustjóra, dags. 26. mars 2021, vegna Skíðaviku Ísafjarðarbæjar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Tinna Ólafsdóttir yfirgaf fund kl. 8:45.

4.Reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála - 2021050085

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2021, vegna nýrra reglna um úthlutun styrkja til menningarmála.

Jafnframt lagðar fram til samþykktar nýjar reglur um úthlutun styrkja til menningarmála.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjar reglur um úthlutun styrkja til menningarmála.

5.Styrkir til menningarmála 2021 - 2021020098

Lagður fram tölvupóstur frá Elísabetu Gunnarsdóttur, dags. 20. apríl 2021, þar sem fram kemur að fresta þurfti Franskri kvikmyndahátíð vegna Covid-19. Óskað er eftir leyfi nefndarinnar til að nýta styrkinn að ári.
Menningarmálanefnd samþykkir að heimila Franskri kvikmyndahátíð að nýta styrk sinn að fjárhæð kr. 50.000 á árinu 2022 vegna aðstæðna.

6.Menningarstefna Ísafjarðarbæjar - 2021050083

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2021, þar sem lagt er til við menningarmálanefnd að leita samþykkis bæjarstjórnar fyrir gerð menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar í samræmi við tilboð Vestfjarðarstofu og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, vegna málsins.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að unnin verði menningarmálastefna fyrir Ísafjarðarbæ, og að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2022.

7.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Gjaldskrár safna Ísafjarðarbæjar á árinu 2021 lagðar fram til umræðu, vegna fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2022.
Umræður um gjaldskrá safna.

Menningarmálanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja tillögu að breytingum á gjaldskrá fyrir nefndina aftur á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?