Menningarmálanefnd

153. fundur 17. september 2020 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002

Lagt fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðsafns Vestfjarða, dags. 14. ágúst 2020, vegna safnmála.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. september 2020, vegna útfærslu verkefna sem varða safnamál.

Á 1120. fundi bæjarráðs þann 7. september 2020 var málefnum varðandi bátageymslur og varðveislu og sýningu muna frá Húsmæðraskólanum Ósk er vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, mætti til fundarins og ræddi þörf safnsins á bátageymslum, og uppgerð og viðhaldi bátakosts safnsins. Safngeymslur sveitarfélagsins almennt ræddar, svo og safnkostur Kvenfélagsins Óskar frá Húsmæðraskólanum Ósk.

Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í þá hugmynd að hluti húss að Suðurtanga 2 á Ísafirði yrði notað eða samnýtt með öðrum, til geymslu fyrir báta og sýningu þeirra, og vísar þeirri hugmynd til bæjarráðs.

Atvinnu- og menningarmálanefnd ítrekar við bæjarráð nauðsyn þess að safngeymslumál sveitarfélagsins verði leyst til framtíðar, með samnýtingu húsakosts með öðrum, eins og fram kom í bókun á 1120. fundi bæjarráðs þann 7. september 2020.

Í því skyni felur nefndin starfsmanni að kalla eftir þarfagreiningu á geymslurými fyrir byggðasafn og skjala-, ljósmynda- og listasafn sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarmálanefnd telur þörf á stefnumótun fyrir Byggðasafn Vestfjarða, og leggur til við stjórn Byggðasafnsins að farið verði í þá vinnu.
Jóna Símonía yfirgaf fundinn kl. 11.15.

Gestir

  • Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða - mæting: 10:30

2.Umbætur og breytingar á Safnahúsi - 2020090047

Lagður fram tölvupóstur frá Eddu B. Kristmundsdóttur, forstöðumanni Bókasafnsins á Ísafirði, dags. 15. júní 2020, ásamt tillögum frá innanhúsarkitekt vegna umbóta og breytinga á Safnahúsi, og tillögum forstöðumanna Safnahúss að verkáætlun varðandi umbætur og breytingar innanhúss.

Jafnframt lögð fram til kynningar gögn frá stefnumótunarfundi Safnahúss 22. maí 2017 og þjónustukönnunar Safnahúss vorið 2018, vegna hugmynda að umbótum og breytingum á Safnahúsi.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í þær tillögur sem forstöðumenn Safnahúss lögðu fram varðandi hugmyndir arkitekts um breytingar á 2. hæð. Kalla þarf eftir kostnaði, svo hægt sé að leggja mat á framkvæmdir á árunum 2020 og 2021.

Atvinnu- og menningarmálanefnd telur þörf á stefnumótun fyrir Safnahúsið og þá þjónustu sem veitt er þar, og leggur til við forstöðumenn að farið verði í þá vinnu. Nefndin felur starfsmanni að skoða aðkomu Vestfjarðastofu í stefnumótunarvinnu.

Gestir

  • Edda B. Kristmundsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins á Ísafirði - mæting: 11:15

3.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lögð fram gjaldskrá fyrir söfn Ísafjarðarbæjar 2020, vegna endurskoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2021.
Atvinnu- og menningarmálanefnd telur rétt að hækka gjaldskrá í samræmi við lífskjarasamninga, eða um 2,25%. Nefndin felur starfsmanni að uppfæra gjaldskrá í samræmi við þetta og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Edda B. Kristmundsdóttir yfirgaf fundinn kl. 11.35.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Atvinnu- og menningarmálanefnd endurskoðar Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033.

Lagt fram til kynningar gildandi Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og Skipulagslýsingu, dags. 19. mars 2020.
Heiða H. Jack kom til fundarins og kynnti fyrir nefndarmönnum þá vinnu sem fara þarf í varðandi endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Heiða H. Jack yfirgaf fundinn kl. 12.00.

Gestir

  • Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi - mæting: 11:40

5.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. ágúst 2020, greinargerð vegna breytingatillagna að bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

Jafnframt lögð fram uppfærð Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, með hliðsjón af greinargerð.

Á 460. fundi bæjarstjórnar þann 3. september 2020 var óskað umsagnar atvinnu- og menningarmálanefndar varðandi þau atriði sem snýr að nefndinni.
Atvinnu- og menningarmálanefnd fellst á breytingar samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 31. ágúst 2020, varðandi 5. tl. 47. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp.

6.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála vegna haustúthlutunar 2020.
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056

Lagður fram tölvupóstur og bréf Eyþórs Jóvinssonar, f.h. hóps sem vinnur að fræðslusetri og sýningu um snjóflóðasögu Flateyrar, dags. 27. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir afnotum af svarta pakkhúsinu á Flateyri undir Snjóflóðasetur Flateyrar.

Á 1119. fundi bæjarráðs, þann 31. ágúst 2020, var bókað að bæjarráð tæki jákvætt í erindið og óskaði umsagnar frá atvinnu- og menningarmálanefnd.
Atvinnu- og menningarmálanefnd telur verkefnið um Snjóflóðasetur á Flateyri áhugavert. Verið er að skoða framtíðarsýn fyrir svarta pakkhúsið og framtíðarnotkun þess, og telur nefndin sig því ekki geta úthlutað húsinu að svo stöddu.

Umsögn þessari vísað til bæjarráðs.

8.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034

Lagt fram bréf Jóhönnu Kristjánsdóttur og Guðrúnar Pálsdóttur, f.h. félagsins Hús og fólk ehf., þar sem óskað er áframhaldandi afnota af svarta pakkhúsinu á Flateyri, fyrir sýningu um harðfisk og skreið, þegar endurbyggingu hússins lýkur.

Jafnframt lögð fram önnur gögn frá Hús og fólk ehf., s.s. yfirlit yfir störf félagsins, yfirlit yfir sögu svarta pakkhússins, gögn vegna endurgerðar hússins, samskipti við sveitarfélagið vegna málsins og yfirlit yfir greiddan rafmagnskostnað Húsa og fólks ehf. vegna hússins á árunum 2012-2020.

Á 1120. fundi bæjarráðs, þann 14. september 2020, var málinu vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni að óska frekari upplýsinga um sýningu Húsa og fólks, þ.e. framtíðaráform félagsins um notkun hússins, og leggja aftur fyrir nefndina.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?