Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
197. fundur 19. júní 2019 kl. 08:10 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Svala Sigríður Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla - 2017050012

Lagt fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Raggagarðs, dagsett 25. apríl sl., þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnuframlag vinnuskóla Ísafjarðarbæjar í Raggagarði sumarið 2019.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1062. fundi sínum 20. maí sl. og vísaði til íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin samþykkir erindið, gert var ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun 2019. Nefndin leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir verkefni sem þessu í fjárhagsáætlunargerð 2020.

3.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2019 - 2019050006

Lagðar fram niðurstöður frá Rannsókn og greiningu á högum og líðan barna í Ísafjarðabæ.
Lagt fram til kynningar.

4.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra HSV þar sem spurt er um úthlutun fjármuna til uppbyggingasamninga 2019 og hvort mögulegt sé að geyma úthlutaða fjárhæð til næsta árs.
Nefndin leggur til við Skotíþróttafélag Ísafjarðar að nýta úthlutaða fjármagn ársins 2019 og sækja um aftur fyrir árið 2020.

5.Ársskýrsla HSV 2018 - 2019060043

Lögð fram árskýrsla HSV 2018.
Nefndin þakkar fyrir greinagóða skýrslu.

6.Beiðni um niðurfellingu aðgangseyris í sund fyrir fylgdarmann - 2019060044

Lagt fram bréf frá Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra í málefnum fatlaðra, dagsett 17. maí 2019, þar sem óskað er eftir því að fylgdarmenn einstaklinga með fötlun fái frítt í sund þegar þeir fylgja skjólstæðingum sínum.
Nefndin tekur vel í erindið og vísar því til næsta fundar nefndarinnar þar sem gjaldskrá 2020 verður til vinnslu. Nefndin leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að starfsmenn sem fylgja einstaklingum með fötlun fái frítt í sund það sem eftir er ársins 2019.
Fylgiskjöl:
Þóra Marý yfirgaf fundinn kl. 08:59

Gestir

  • Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri í málefnum fatlaðra mætti til fundar - mæting: 08:57

7.Endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar - 2018120077

Kynnt vinna við endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar.
Unnið að bréfi sem sent verður á nágranasveitarfélögin Súðavík og Bolungarvík.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?