Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
195. fundur 06. mars 2019 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn framkvæmdarstjóri HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og ungmennaráðsfulltrúinn Birna Sigurðardóttir.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049

Lagðar fyrir beiðnir íþróttafélaga um uppbyggingasamninga. Málið var áður á dagskrá 192. fundar nefndarinnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fjármunum sem áætlað er í uppbyggingasamninga til íþróttafélaga verði úthlutað jafnt milli þeirra félaga sem sóttu um, hvert félag fær þá 1,5 milljónir.

3.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Unnið að endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins.
Nefndin vísar drögum að íþrótta- og tómstundastefnu til umsagnar í ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?