Íþrótta- og tómstundanefnd

137. fundur 09. janúar 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir Varaformaður
  • Gauti Geirsson Aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Margrét Halldórsdóttir Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagur H Rafnsson og Hermann V Jósefsson boðuðu forföll en enginn mætti í þeirra stað.

1.Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun - 2011020053

Lögð fram til kynningar drög að nýrri starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.

2.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lagt fram erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 2002.
Formanni falið að koma með breytingatillögur á næsta fund í samræmi við umræður á fundinum.

3.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012 - 2012110041

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2012. átta tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann
Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú
ákvörðun kynnt sunnudaginn 20. janúar n.k. kl. 16:00 í hófi sem haldið verður í
Stjórnsýsluhúsinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?