Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
137. fundur 09. janúar 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir Varaformaður
  • Gauti Geirsson Aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Margrét Halldórsdóttir Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagur H Rafnsson og Hermann V Jósefsson boðuðu forföll en enginn mætti í þeirra stað.

1.Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun - 2011020053

Lögð fram til kynningar drög að nýrri starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.

2.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lagt fram erindisbréf íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 2002.
Formanni falið að koma með breytingatillögur á næsta fund í samræmi við umræður á fundinum.

3.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012 - 2012110041

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2012. átta tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann
Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú
ákvörðun kynnt sunnudaginn 20. janúar n.k. kl. 16:00 í hófi sem haldið verður í
Stjórnsýsluhúsinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?