Íþrótta- og tómstundanefnd

194. fundur 20. febrúar 2019 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einning sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

2.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005

Kynnt minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs sem inniheldur þarfagreiningu fyrir líkamsræktarstöð í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar.

3.Frístundarúta - 2016090101

Lögð fram uppfærð drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.

4.Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í Ísafjarðarbæ - 2018120079

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarstjórn á 192. fundi sínum að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í landsliðsverkefnum.

Bókun frá fundi bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn fagnar tillögu íþrótta- og tómstundarnefndar en leggur til að tillagan verði unnin betur inní íþrótta- og tómstundanefnd þar sem bætt væri inn í möguleika þeirra sem leggja stund á listgreinar.“
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14-21 ára, sem starfa hjá sveitarfélaginu , þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í verkefnum og keppni fyrir Íslands hönd. Frekari útfærsla verði í höndum forstöðumanna.

5.Endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar - 2018120077

Lagðar fram gildandi reglur um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar.
Fram fóru umræður, nefndarmönnum og framkvæmdarstjóra HSV falið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum og málinu frestað til næsta fundar.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019.
Málinu vísað til í fjárhagsáætlunargerðar 2020.

7.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Unnið úr gögnum af íbúaþingum vegna endurskoðunar á íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins.
Unnið áfram að íþrótta- og tómstundastefnu. Vinnufundur ákveðinn 6. mars næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?