Íþrótta- og tómstundanefnd

136. fundur 14. nóvember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir Varaformaður
  • Dagur Hákon Rafnsson Aðalmaður
  • Gauti Geirsson Aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Margrét Halldórsdóttir Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
  • Maron Pétursson gestur
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Hermann V Jósefsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað.
Fundinn sat einnig Maron Pétursson fulltrúi HSV.

1.Hjólabraut á fjöllum - 2012100061

Lagt fram bréf frá Hálfdáni Jónssyni dagsett 30. september s.l. Þar sem óskað er eftir leyfi til að stunda hjólreiðar og útbúa hjólabrautir á sérvöldum útivistarsvæðum í sveitarfélaginu.
Nefndin fagnar frumkvæði Hálfdáns og tekur vel í erindið, en vísar því til umhverfisnefndar til frekari úrvinnslu.

2.Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2012-2013 - 2012070021

Lagt fram bréf frá stjórn Hlaupahátíðar á Vestfjörðum dagsett 23. október s.l. þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við undirbúnig og framkvæmd hátíðarinnar.
Í ljósi vaxandi stuðnings og áhuga á hátíðinni leggur nefndin til við bæjarstjórn að styrkbeiðnin verði samþykkt.

3.Samstarfssamningur 2012 - 2012030068

Lögð fram til kynningar drög að viðaukasamningi við samstarfssamning Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar þar sem fram kemur hækkun á greiðslu Ísafjarðarbæjar vegna íþróttaskóla HSV.
Nefndin vonar að hægt verði að tryggja áframhaldandi starf íþróttaskólans, með þessum samningi, sem mikil ánægja er með.

4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð fram drög að stefnu íþrótta- og tómstundanefndar sem fór fyrir bæjarráð í síðustu viku.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki stefnuna með áorðnum breytingum. Nefndin mun á næstu mánuðum fara í vinnu við forgangsröðun og uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í samstarfi við HSV.
Önnur mál:
a) 2012-11-0041.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar - Ákveðið áð útnefna íþróttamann Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012 sunnudaginn 20. janúar n.k. Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2011 verði veitt peningaverðlaun kr. 100.000.
b)2012-11-0040. Rætt um verðskrá á

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?