Íþrótta- og tómstundanefnd

185. fundur 16. maí 2018 kl. 08:05 - 08:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat einnig fundinn.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2018.
Nefndin leggur til að gjaldskrá á skíðasvæðinu verði samræmd á göngu- og alpasvæði. Þá leggur nefndin til að gjaldskrá sundstaða verði skoðuð sérstaklega með það í huga að hækka staka miða og leigu á handklæðum og sundfötum.

3.Beiðni um endurnýjun á samningi um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði - 2018050047

Lagt fram bréf dagsett 8. apríl 2018 þar sem formaður Hestamannfélagsins Storms óskar eftir endurnýjun á samningi um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði. Jafnframt lögð fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Knapaskjóls ehf.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Nefndin vill að skólar sveitarfélagsins fái að nýta keypta tíma og að forsvarsmenn Knapaskjóls ehf. hafi frumkvæði að samskiptum við skólana og bjóði tíma.

4.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2018 - 2018050046

Lagðar fram niðurstöður könnunar Rannsókna og greiningar á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?