Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
185. fundur 16. maí 2018 kl. 08:05 - 08:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat einnig fundinn.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2018.
Nefndin leggur til að gjaldskrá á skíðasvæðinu verði samræmd á göngu- og alpasvæði. Þá leggur nefndin til að gjaldskrá sundstaða verði skoðuð sérstaklega með það í huga að hækka staka miða og leigu á handklæðum og sundfötum.

3.Beiðni um endurnýjun á samningi um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði - 2018050047

Lagt fram bréf dagsett 8. apríl 2018 þar sem formaður Hestamannfélagsins Storms óskar eftir endurnýjun á samningi um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði. Jafnframt lögð fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Knapaskjóls ehf.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Nefndin vill að skólar sveitarfélagsins fái að nýta keypta tíma og að forsvarsmenn Knapaskjóls ehf. hafi frumkvæði að samskiptum við skólana og bjóði tíma.

4.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2018 - 2018050046

Lagðar fram niðurstöður könnunar Rannsókna og greiningar á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?