Íþrótta- og tómstundanefnd

184. fundur 30. apríl 2018 kl. 12:00 - 12:55 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað.
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Lögð fram drög að uppbyggingasamningi við hestamannafélagið Hendingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að rammasamningi um uppbyggingasamning við Hestamannafélagið Hendingu.
Gísli yfirgaf funinn kl. 12:30

3.Hugmynd um klifurvegg í íþróttahúsinu á Flateyri - 2018040073

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Svanhvíti Óskarsdóttur, dagsettur 25. mars 2018, þar sem velt er fram þeirri hugmynd að setja upp klifurvegg í íþróttahúsinu á Flateyri.
Nefndi tekur vel í hugmyndina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

4.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla - 2017050012

Lagt fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Raggagarðs, dagsett 12. apríl sl., og barst með tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnuframlag vinnuskóla Ísafjarðarbæjar í Raggagarði sumarið 2018.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1013. fundi sínum 16. apríl sl og vísaði því til íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra Raggagarðs um útfærslu vinnudags vinnuskólans.

5.Stýrihópur um mótun viðmiða um gæði frístundastarfs - 2016110077

Lagður fram tölvupóstur frá Guðna Olgeirssyni, dagsettur 27. mars 2018, þar sem athygli er vakin á að búið er að birta viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja 2018.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?