Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
183. fundur 07. mars 2018 kl. 08:05 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir boðaði forföll og mætti Ingibjörg Elín Magnúsdóttir í hennar stað. Sif Huld Albertsdóttir boðaði forföll, enginn mætti í hennar stað.
Fundinn sat einnig framkvæmdarstjóri HSV, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 2018020033

Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing bæjarstjórnar frá 413. fundi. „Ísafjarðarbær áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Félögin skulu tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun. Einnig skulu þeir sem Ísafjarðarbær styrkir hafa jafnréttisáætlun og skýra aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Ísafjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.“
Lagt fram til kynningar.

3.Árskýrsla 2017 - 2018030022

Lögð fram árskýrsla Fossavatnsgöngunnar 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005

Kynnt drög að viðbyggingu við íþróttahúsið á Torfnesi.
Kynnt drög að viðbyggingu við íþróttahúsið á Torfnesi. Boðað verður til fundar með hagsmunaaðilum á morgun, fimmtudaginn 8. mars í fundarsal bæjarstjórnar.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson - mæting: 08:38
Brynjar Þór Jónasson yfirgaf fundinn kl.8:53.

5.Ósk um breytingu á nafni Torfnesvallar. - 2018030023

Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild Vestra, dagsett 27. febrúar 2018, þar sem fram kemur beiðni um breytingu á nafni Torfnesvallar.
Nefndin vísar málinu til bæjarráðs, ekki náðist samstaða um málið innan nefndarinnar.

Gestir

  • Ragnar Heiðar Sigtyggsson - mæting: 08:56
Ragnar Heiðar Sigtryggsson yfirgaf fundinn kl. 9:07

6.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Nefndin sammála um að fresta endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu þar til haustið 2018.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?