Íþrótta- og tómstundanefnd

134. fundur 12. september 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagur H Rafnsson mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum, sem er langt á veg komin, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

2.Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. - 2012090008

Lagðar fram til kynningar niðurstöður Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ.

3.Ungt fólk - Æskulýðsrannsóknir - 2011010055

Lagðar fram til kynningar niðurstöður Rannsóknar og greiningar, Ungt fólk 2012.

4.Uppsagnir - skipurit - 2011020114

Tekin fyrir tillaga bæjarstjóra um færslu skíðasvæðanna í Tungudal og á Seljalandsdal af umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.

Nefndin styður tillögu bæjarstjóra samhljóða.

5.16.,17. og 18. unglingalandsmót UMFÍ 2013-2015 - 2011020008

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga, dagsett 7. júní sl., er varðar Unglingalandsmót 2015. Í bréfinu kemur fram að HSV hefur áhuga á að sækja um að halda mótið í Ísafjarðarbæ og leitar eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar til þess.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

 

6.Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun - 2012090006

Lögð fram gjaldskrá 2012 fyrir íþróttamannvirki og vinnuskóla.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrár verði hækkaðar til samræmis við hækkanir á öðrum gjaldskrám fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?