Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
134. fundur 12. september 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagur H Rafnsson mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum, sem er langt á veg komin, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

2.Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. - 2012090008

Lagðar fram til kynningar niðurstöður Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ.

3.Ungt fólk - Æskulýðsrannsóknir - 2011010055

Lagðar fram til kynningar niðurstöður Rannsóknar og greiningar, Ungt fólk 2012.

4.Uppsagnir - skipurit - 2011020114

Tekin fyrir tillaga bæjarstjóra um færslu skíðasvæðanna í Tungudal og á Seljalandsdal af umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.

Nefndin styður tillögu bæjarstjóra samhljóða.

5.16.,17. og 18. unglingalandsmót UMFÍ 2013-2015 - 2011020008

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga, dagsett 7. júní sl., er varðar Unglingalandsmót 2015. Í bréfinu kemur fram að HSV hefur áhuga á að sækja um að halda mótið í Ísafjarðarbæ og leitar eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar til þess.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

 

6.Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun - 2012090006

Lögð fram gjaldskrá 2012 fyrir íþróttamannvirki og vinnuskóla.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrár verði hækkaðar til samræmis við hækkanir á öðrum gjaldskrám fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?