Íþrótta- og tómstundanefnd

181. fundur 06. desember 2017 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017110072

Lagt fram bréf til íþróttafélaga er varðar útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2017.
Lagt fram til kynningar.

3.Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043

Lögð er fram fundargerð hverfisráðs Eyrar og efribæjar Ísafjarðar frá 24. október sl.
Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á 944. fundi sínum, 13. nóvember sl. og vísaði henni til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta-og tómstundanefnd.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar.
Unnið að endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins. Farið yfir athugasemdir ungmennaráðs á stefnunni. Í framhaldi leggur nefndin til við bæjarstjórn að frítt verði fyrir öll börn að 18 ára aldri í strætó.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?