Íþrótta- og tómstundanefnd

178. fundur 13. september 2017 kl. 08:05 - 09:40 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson mætti ekki en í hans stað mætti Ingibjörg Elín Magnúsdóttir. Einning sátu fundinn undir fyrstu sex liðunum Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV og Salome Elín Ingólfsdóttir, yfirþjáfari íþróttaskóla HSV. Hlynur Kristinnsson, forstöðumaður skíðasvæðis mætti til fundar undir 7.lið.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Kynntur verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Umræður um verkefnalistann.

2.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Kynnt drög að vinnuplani við endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar.
Nefndin felur starfsmanni að boða til vinnufundar í október í samræmi við vinnuplan.

3.Beiðni um aukinn fjárstuðning - 2017090018

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra HSV, dagsettur 5. september 2017, þar sem óskað er eftir auka styrk til að mæta auknum kostnaði við íþróttaskóla HSV vegna fjölgunar barna.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt.

4.Endurskoðun verkefnasamnings - 2017050041

Lögð fram yfirlesin drög að verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar og skilgreiningar á þeim verkefnum sem þar koma fram.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að endurskoðaður verkefnasamningur verði samþykktur.

5.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lögð fram drög að samkomulagi Vestra og Ísafjarðarbæjar um notkun á vallarhúsinu við Torfnesvöll.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drög að samkomulagi Vestra og Ísafjarðarbæjar um notkun á vallarhúsinu við Torfnesvöll verði samþykkt.

6.Árskýrsla HSV 2016 - 2017090005

Lögð fram ársskýrsla og ársreikningar HSV vegna ársins 2016.
Lagt fram til kynningar.

7.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Lagt fram kynningarit SE GROUP, sem sérhæfir sig í hönnun skíðasvæða, en þar koma upplýsingar um verkefni sem fyrirtækið hefur unnið meðal annars í Hlíðarfjalli á Akureyri. Jafnframt kemur þar fram að fyrirtækið sér fyrir sér að komi það að hönnun skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar myndi það kosta $100.000 eða rúmlega tíu milljónir króna.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samið verið við SE GROUP um hönnun á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.

8.Heilsueflandi samfélag - 2017070025

Á 981. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. júlí sl., varðandi heilsueflandi samfélög og vinnustofu sem haldin var 9. maí sl. á Ísafirði.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir að unnið verði að því að gera Ísafjarðarbæ að heilsueflandi samfélagi og felur íþrótta- og tómstundarnefnd verkefnið.
Nefndin felur starfsmanni að kanna hjá öðrum aðilum innan sveitarfélagsins, sem málið varðar, hvort áhugi er á að sækja um að verða heilsueflandi sveitarfélag.

9.Vefurinn Finndu leið - hlaupa-, göngu- og hjólaleiðir - 2017050095

Lagður fram tölvupóstur Birnu Þorkelsdóttur, f.h. Finndu leið! teymisins, dagsettur 15. maí sl., þar sem kynntur er vefurinn finnduleid.is, sem er útskriftarverkefni teymisins úr Vefskólanum. Vefurinn er lendingarsíða sem heldur utan um þrjá vefi: Göngum, Hlaupum og Hjólum. Vefirnir þrír halda utan um göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir á öllu landinu.
Lagt fram til kynningar.

10.Lokaskýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017090004

Lögð fram lokaskýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2017.
Nefndin þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

11.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Lögð fram samþykkt fyrir ungmennaráð.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að borðað verði til fundar með ungmennum í vikunni 9.-15. október, í lýðræðisviku Evrópuþings sveitarstjórnar, þar sem starfsemi sveitarfélagsins er kynnt og ungmenni hvött til að taka þátt í starfi ungmennaráðs.

12.Niðurstöður úr Evrópsku vímuefnarannsókninni - 2017090006

Lögð fram skýrsla þar sem teknar eru saman helstu niðurstöður úr Evrópsku vímuefnarannsókninni (ESPAD - European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) sem unnin er af Rannsóknasetri forvarna við Háskólann á Akureyri og Rannsóknastofu í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands.
Lagt fram til kynningar.

13.Sjósund á Flateyri - 2017090017

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Svanhvíti, starfsmanni íþróttamiðstöðvarinnar á Flateyri, dagsettur 17. ágúst 2017 þar sem viðruð er sú hugmynd að koma upp aðstöðu fyrir sjósund í íþróttamiðstöðinni á Flateyri.
Nefndin fagnar frumkvæði starfsmanns en telur ógerlegt að koma upp aðstöðu til sjósunds á þessum stað.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?