Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
173. fundur 09. nóvember 2016 kl. 08:05 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóa- og tómstundasviðs
Dagskrá
Kristján Andri Guðjónsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað. Fundinn sat einnig Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Beiðni um vinnuframlag áhaldshúss fyrir blakdeild Vestra - 2016110021

Lagður fram tölvupóstur frá HSV, fyrir hönd blakdeildar Vestra, þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að framkvæmdum umhverfis strandblakvöll.
Nefndin vísar málinu til skoðunar hjá umhverfis- og eignasviði með það fyrir sjónum að skoða hvort möguleiki er á að koma drenlögn upp fyrir veturinn. Nefndin leggur til við félagið að það óski eftir uppbyggingasamningi við sveitarfélagið.

3.Ósk um frí sund- og skíðakort fyrir þjálfara - 2016110022

Lagður fram tölvupóstur frá HSV, fyrir hönd blakdeildar Vestra, þar sem óskað er eftir sund- og skíðakorti fyrir þjálfara.
Nefndin hafnar beiðninni þar sem hún getur verið fordæmisgefandi.

4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til að farið verði í endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu og felur starfsmanni nefndarinnar að koma með áætlun á næsta fund í samræmi við umræður á fundinum.

Gestir

  • Esther Ósk Arnórsdóttir - mæting: 08:40

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?