Íþrótta- og tómstundanefnd

173. fundur 09. nóvember 2016 kl. 08:05 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóa- og tómstundasviðs
Dagskrá
Kristján Andri Guðjónsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað. Fundinn sat einnig Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Beiðni um vinnuframlag áhaldshúss fyrir blakdeild Vestra - 2016110021

Lagður fram tölvupóstur frá HSV, fyrir hönd blakdeildar Vestra, þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að framkvæmdum umhverfis strandblakvöll.
Nefndin vísar málinu til skoðunar hjá umhverfis- og eignasviði með það fyrir sjónum að skoða hvort möguleiki er á að koma drenlögn upp fyrir veturinn. Nefndin leggur til við félagið að það óski eftir uppbyggingasamningi við sveitarfélagið.

3.Ósk um frí sund- og skíðakort fyrir þjálfara - 2016110022

Lagður fram tölvupóstur frá HSV, fyrir hönd blakdeildar Vestra, þar sem óskað er eftir sund- og skíðakorti fyrir þjálfara.
Nefndin hafnar beiðninni þar sem hún getur verið fordæmisgefandi.

4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til að farið verði í endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu og felur starfsmanni nefndarinnar að koma með áætlun á næsta fund í samræmi við umræður á fundinum.

Gestir

  • Esther Ósk Arnórsdóttir - mæting: 08:40

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?