Íþrótta- og tómstundanefnd

172. fundur 05. október 2016 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn framkvæmdastjóri HSV, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir. Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi, mætti til fundar kl. 8:40 undir 3. lið fundardagskrár.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Frístundarúta - 2016090101

Lagður fram tölvupóstur frá HSV, dagsettur 28. september 2016, þar sem óskað er eftir því að skoðað verði hvort hægt verði að koma á frístundarútu til að komast á æfingar milli byggðalaga.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að umhverfis- og eignarsvið skoði hvort hægt verði að bjóða þetta út í tengslum við útboð á almenningssamgöngum 2017. Mikilvægt er að málið verði unnið í samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og HSV. HSV skoðar útfærslu á bráðabirgðalausn veturinn 2016-2017 og starfsmaður nefndarinnar boðar lykilmenn til fundar um málið.

3.Árskýrsla vinnuskólans 2016 - 2016090100

Lögð fram skýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?