Íþrótta- og tómstundanefnd

170. fundur 01. júní 2016 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað. Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð fram fjárhagsáætlun 2016 er snýr að íþrótta- og tómstundastarfi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að frítt verði í sund fyrir börn, önnur hækkun taki mið af þeirri hækkun sem bæjarstjórn ákveður. Afsláttur verði á súperpössum séu keyptir tveir eða fleiri. Nefndin hefur áður tekið ákvörðun um að árskort á skíðum verði vetrakort.

3.Niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016 - 2016050044

Lagðar fram niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016 á högum og líðan nemenda í 8.-10. bekk.
Lagt fram til kynningar.

4.Alþjóðleg könnun á heilsu og lífskjörum grunnskólabarna - 2016050096

Lögð fram skýrsla, Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, frá Rannsóknasetri forvarna við Háskólann á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

5.Árskýrsla HSV 2016 - 2016050094

Lögð fram ársskýrsla HSV fyrir starfsárið 2015.
Lagt fram til kynningar.

6.Frisbígolfkörfur - 2016050095

Lagðir fram tölvupóstar frá eigendum Fuzz.is frisbígolfverslunar og formanni íslenska frisbígolfsambandsins þar sem íþróttin er kynnt og hugmyndum um frisbígolfvöll á Ísafirði er velt upp.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fundinn verði staður og komið verði upp frisbígolfkörfum í Skutulsfirði, til að byrja með.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?