Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
166. fundur 17. febrúar 2016 kl. 08:55 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV sat einnig fundinn.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagður fram tölvupóstur frá HSV þar sem erindi BÍ, nú Vestra nýstofnaðs félags, er ítrekað.
Nefndin leggur til við bæjarráð að Vestri fái yfirráð yfir Vallarhúsinu á Torfnesi. Gerður verði samningur um notkun hússins til eins árs í upphafi. Nefndin felur starfsmanni að gera drög að samningi, í samstarfi við HSV fyrir hönd Vestra. Drög að samningnum verði lögð fyrir nefndina áður en hann verður undirritaður.

3.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lagður fram tölvupóstur frá HSV þar sem fram kemur ósk um áframhaldandi uppbyggingarsamningi við GÍ.
Nefndin leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við GÍ á grundvelli fjárhagsáætlunar 2016.

4.Athugasemd vegna gjaldskrár skíðasvæðis - 2015120058

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram koma tillögur að breytingum á gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Nefndinni líst ágætlega á tillögurnar sem þarf að vinna áfram, meðal annars skoða afslátt vegna sambúðarforms og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?