Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
165. fundur 20. janúar 2016 kl. 08:05 - 10:00 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016010011

Nefndin velur íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2015 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 24. janúar kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

2.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Rætt um fyrirkomulag uppbyggingarsamninga við íþróttafélög.
Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á að allar góðar og vel skilgreindar hugmyndir íþróttafélaga um uppbyggingarverkefni verða teknar til skoðunar með það að marki að uppbyggingarsamningar takist. Þannig er úthlútað fé á fjárhagsáætlun til þessara verkefna ekki pottur sem sækja þarf í heldur markast fjárútlát hverju sinni af þeim samningum sem hafa tekist. Forsenda þess að af samningi verði er að framlög annarra en sveitarfélags séu umtalsverð og verkefnið hljóti samþykki bæjarstjórnar.

3.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lögð fram ósk frá SFÍ um áframhaldandi uppbyggingarsamning við sveitarfélagið. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

4.Aðstaða til inniklifuræfinga á Ísafirði - 2015090069

Lagt fram erindi Ólivers Hilmarssonar, dags. 15. janúar, fyrir hönd áhugahóps um klifuraðstöðu á Ísafirði varðandi möguleika á að nýta hluta efri hæðar Vallarhússins á Torfnesi undir klifurvegg.
Nefndin óskar eftir áliti HSV um framtíðarnýtingu efri hæðar hússins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Beiðni Golfklúbbs Ísafjarðar um nýtingu Sundhallarloftsins til frambúðar - 2016010037

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, f.h. HSV frá 14. janúar sl., ásamt beiðni Kristínar Hálfdánsdóttur, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, dags. 13. janúar sl., um afnot af Sundhallarloftinu til frambúðar.
Íþrótta- og tómstundarnefnd telur að ekki sé hægt að úthluta húsnæðinu til frambúðar að svo stöddu og leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?