Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
164. fundur 06. janúar 2016 kl. 08:05 - 09:05 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll enginn mætti í hans stað. Einnig mætti á fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri HSV og Esther Ósk Arnórsdóttir tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Ungt fólk og lýðræði 2016 - 2015120049

Lagt fram bréf frá Ungmennaráði UMFÍ, dagsett 18. desember 2015, þar sem kynnt er dagsetning og yfirskrift næstu ráðstefnu Ungt fólk og lýðræði.
Lagt fram til kynningar.

3.Hreyfivika 2016 - 2015120048

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 21. desember 2015, þar sem dagsetning alþjóðlegrar hreyfiviku er kynnt.
Nefndin tekur undir erindið og mun sveitarfélagið áfram taka þátt í alþjóðlegri hreyfiviku.

4.Athugasemd vegna gjaldskrár skíðasvæðis - 2015120058

Lagður fram tölvupóstur frá Heiðu Jónsdóttur, dagsettur 11.12.2015, þar sem spurst er fyrir um ákvörðun í gjaldskrá skíðasvæðisins.
Nefndin felur starfsmanni að skoða málið og koma með tillögu í samræmi við önnur sveitarfélög.

5.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lögð fram ósk frá SFÍ um áframhaldandi uppbyggingarsamning við sveitarfélagið.
Málinu frestað til næsta fundar.

6.Skýrsla - Frítíminn er okkr fag - 2015120047

Lögð fram skýrsla ráðstefnunnar ,,Frítíminn er okkar fag" sem haldin var í Reykjavík 16. október s.l. Einnig lagt fram bréf, dagsett 21. desember 2015, frá aðilunum sem stóðu að ráðstefnunni þar sem skorað er á á sveitarfélögin til að nýta niðurstöðurnar til innleiðingar á stefnu í æskulýðsmálum.
Lagt fram til kynningar.

7.Vinnuskólinn 2015 - 2015070034

Lögð fram uppfærð skýrsla vinnuskólans 2015.
Lögð fram til kynningar.
Næsti fundur verður haldinn 20. janúar 2016.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?