Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
163. fundur 02. desember 2015 kl. 08:05 - 09:35 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Þórdís Jónsdóttir varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Tillagan var samþykkt og eru málin númer 7 og 8 í fundargerð.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 - 2015110060

Lögð fram drög að bréfi til íþróttahreyfingarinnar vegna útnefningar á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2015.
Nefndin felur starfsmanni sínum að lagfæra bréfið í samræmi við umræður á fundinum og senda til íþróttafélaga í sveitarfélaginu.
Fylgiskjöl:

3.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lagt fram bréf frá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar þar sem óskað er eftir uppbyggingarsamningi við Ísafjarðarbæ vegna framkvæmda við inniæfinga- og keppnissvæði félagsins.
Nefndin mælir með því við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Skotíþróttafélag Ísafjarðar á grundvelli þeirrar áætlunar sem fram kemur í bréfinu.

4.Sjávarútvegsskóli Vestfjarða - 2015080086

Lagður fram tölvupóstur frá Gauta Geirssyni og Antoni Helga Guðjónssyni dagsettur 31. október 2015, þar sem greint er frá stöðunni við stofnun Sjávarútvegsskóla Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar.

5.Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

Lögð fram samþykkt um ungmennaráð Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að nefndarmenn í ungmennaráði fái greitt fyrir fundasetu.

6.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagður fram tölvupóstur frá starfsmanni umhverfis- og eignasviðs varðandi framkvæmdir á vallarhúsinu á Torfnesi.
Lagt fram til kynningar.

7.Hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar - 2015120008

Benedikt Bjarnason formaður leggur til eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar:
Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að settir verði upp hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar með útiæfingatækjum sem nýtast myndu jafnt íþróttafólki sem almenningi til styrktar, þol- og liðleikaþjálfunar. Staðarval og nánari útfærsla verði unnin í samráði við hagsmunaaðila og notendur, svo sem íþróttafélög, skokkhópa og félag eldri borgara á hverjum stað.
Tillaga Benedikts er samþykkt.

8.Uppbygging mannvirkja í Engidal - 2011100056

Benedikt Bjarnason formaður leggur til eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gengið verði þegar í stað til samninga við hestamannafélagið Hendingu um heildaruppbyggingu mannvirkja á íþróttasvæði hestamanna í Engidal eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir tillögu Benedikts.
Í lok fundar lagði Benedikt Bjarnason formaður fram eftirfarandi bókun:
Ég vil núna nota tækifærið og þakka fyrir samstarfið í nefndinni, ég hef ákveðið að segja af mér formennsku í nefndinni vegna trúnaðarbrests milli mín og bæjarstjóra.
Fundi er slitið.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?