Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
128. fundur 11. janúar 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal 2.hæð
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Árskort barna í sund í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík - 2012010018

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar s.l., þar sem fram kemur að í viðræðum á milli bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar, hefur komið fram sú hugmynd, að árskort barna í sund gildi jafnt í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ. Á fundi bæjarráðs þann 9. janúar s.l. var bæjarstjóra veitt heimild til að ganga frá samningi þessa efnis milli sveitarfélaganna.

Nefndin fagnar þessum samningi og hvetur til frekara samstarfs.

2.Ýmis erindi 2012 - Ungmennafélag Íslands - 2012010006

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 3. janúar s.l., þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög að þau veiti hópum sem eru í íþróttakeppnum afsláttarkjör af gistingu í skólahúsnæði viðkomandi sveitarfélags.

Lagt fram til kynningar.

3.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2011 - 2012010017

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2011. Níu tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt sunnudaginn 22. janúar n.k. kl. 16:00 í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð fram vinnugögn af íbúaþingi um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar. Unnið úr hluta af gögnunum og starfsmanni falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?