Íþrótta- og tómstundanefnd

161. fundur 04. nóvember 2015 kl. 08:05 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Sif Huld Albertsdóttir boðaði forföll, Þórdís Jónsdóttir mætti í hennar stað. Einnig sátu fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV og Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ýmis erindi 2015 - 2015010025

Lögð fram skýrslan Ungt fólk 2015, 5., 6. og 7. bekkur.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurskoðun samstarfssamninga haust 2015 - 2015110002

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að breytingum á samningum HSV og Ísafjarðarbæjar.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar sem haldinn verður föstudaginn 6. nóvember kl. 8:05.

4.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem greint er frá notkun á lyftingaaðstöðu í vallarhúsinu á Torfnesi.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins þar til greining á kostnaði við breytingar á húsnæðinu liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?