Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
160. fundur 30. september 2015 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin óskar eftir greiningu á notkun lyftingaraðstöðu í vallarhúsinu.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Lagt fram minnisblað bæjarritara, Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur dagsett 21. september 2015. Þar sem fram kemur að bæjarráð leggur til að gjaldskrá hækki um 4,3%. Einnig lögð fram gjaldskrá sveitarfélagsins árið 2015.
Nefndin leggur til að farið verði varlega í hækkanir á árskortum í íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar, bæjarbúar verði frekar hvattir til hreyfingar. Jafnframt vill nefndin skoða að gjaldfrjálst yrði fyrir börn 0-18 ára í íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar.

3.Árskýrsla HSV 2014 - 2015090073

Lögð fram árskýrsla Héraðssambands Vestfirðinga.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

4.Vinnuskólinn 2015 - 2015070034

Lögð fram árskýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðstaða til inniklifuræfinga á Ísafirði - 2015090069

Lagður fram tölvupóstur Örvars Dóra Rögnvaldssonar, dagsettur 21. september sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna aðstöðu til inniklifuræfinga á Ísafirði.
Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara og tekur jákvætt í erindið hljótist ekki kostnaður af þar sem verið er að vinna eftir samþykktri uppbyggingaráætlun. Nefndin felur starfsmanni að kanna hvort Ísafjarðarbær eigi húsnæði sem gæti hentað hugmyndinni.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?