Íþrótta- og tómstundanefnd

160. fundur 30. september 2015 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin óskar eftir greiningu á notkun lyftingaraðstöðu í vallarhúsinu.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Lagt fram minnisblað bæjarritara, Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur dagsett 21. september 2015. Þar sem fram kemur að bæjarráð leggur til að gjaldskrá hækki um 4,3%. Einnig lögð fram gjaldskrá sveitarfélagsins árið 2015.
Nefndin leggur til að farið verði varlega í hækkanir á árskortum í íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar, bæjarbúar verði frekar hvattir til hreyfingar. Jafnframt vill nefndin skoða að gjaldfrjálst yrði fyrir börn 0-18 ára í íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar.

3.Árskýrsla HSV 2014 - 2015090073

Lögð fram árskýrsla Héraðssambands Vestfirðinga.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

4.Vinnuskólinn 2015 - 2015070034

Lögð fram árskýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðstaða til inniklifuræfinga á Ísafirði - 2015090069

Lagður fram tölvupóstur Örvars Dóra Rögnvaldssonar, dagsettur 21. september sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna aðstöðu til inniklifuræfinga á Ísafirði.
Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara og tekur jákvætt í erindið hljótist ekki kostnaður af þar sem verið er að vinna eftir samþykktri uppbyggingaráætlun. Nefndin felur starfsmanni að kanna hvort Ísafjarðarbær eigi húsnæði sem gæti hentað hugmyndinni.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?