Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
159. fundur 02. september 2015 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Jónsdóttir varamaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin felur formanni að ræða við bæjarstjóra um framtíðalausn lyftingaraðstöðu íþróttafélaga.

2.Hreyfivika - 2015080085

Lagður fram tölvupóstur frá UMFÍ dagsettur 21. ágúst 2015 þar sem evrópsk hreyfivika er kynnt. Hér á landi er það UMFÍ sem stendur fyrir hreyfiviku dagana 21.-27.september nk.
Nefndin fagnar framtakinu og leggur til að Ísafjarðarbær komi á sama hátt að verkefninu og að sem flestum verið gert kleift að sækja atburði sem eru á dagskrá hreyfivikunnar. Undirbúningur og skipulag er í höndum HSV.

3.Listamannaþing 2015 - boð - 2015050021

Lagt er fram bréf Félags vestfirskra listamanna, sem barst 22. júní sl., þar sem Félag vestfirskra listamanna hvetur Ísafjarðarbæ til að halda barnamenningarhátíð á Vestfjörðum. Málið var áður á dagskrá í bæjarráði sem vísaði erindinu til atvinnu- og menningamálanefndar, lagt fyrir nefndina til umsagnar.
Nefndin fagnar öllu frumkæði að öflugu lista- og menningarstarfi fyri börn.

4.Sjávarútvegsskóli Vestfjarða - 2015080086

Lögð fram bréf frá Antoni Helga Guðjónssyni og Gauta Geirssyni annarsvegar og Smára Haraldssyni hinsvegar, dagsettum 24.8. s.l., þar sem rætt er um sjávarútvegsskóla í samstarfi við Ísafjarðarbæ og þá vinnuskólann sérstaklega.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina.
Önnur mál:
Formaður leggur til að fastur fundartími nefndarinnar verði fyrsta miðvikudag í mánuði.

Guðjón Þorsteinsson spurði hvort búið væri að gera áætlanir varðandi fótboltavellina á Torfnesi og hvað gert verði þar.

Nefndin kallar eftir nýtingatölum íþróttamannvirkja síðustu tvö ár.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?