Íþrótta- og tómstundanefnd

159. fundur 02. september 2015 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Jónsdóttir varamaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin felur formanni að ræða við bæjarstjóra um framtíðalausn lyftingaraðstöðu íþróttafélaga.

2.Hreyfivika - 2015080085

Lagður fram tölvupóstur frá UMFÍ dagsettur 21. ágúst 2015 þar sem evrópsk hreyfivika er kynnt. Hér á landi er það UMFÍ sem stendur fyrir hreyfiviku dagana 21.-27.september nk.
Nefndin fagnar framtakinu og leggur til að Ísafjarðarbær komi á sama hátt að verkefninu og að sem flestum verið gert kleift að sækja atburði sem eru á dagskrá hreyfivikunnar. Undirbúningur og skipulag er í höndum HSV.

3.Listamannaþing 2015 - boð - 2015050021

Lagt er fram bréf Félags vestfirskra listamanna, sem barst 22. júní sl., þar sem Félag vestfirskra listamanna hvetur Ísafjarðarbæ til að halda barnamenningarhátíð á Vestfjörðum. Málið var áður á dagskrá í bæjarráði sem vísaði erindinu til atvinnu- og menningamálanefndar, lagt fyrir nefndina til umsagnar.
Nefndin fagnar öllu frumkæði að öflugu lista- og menningarstarfi fyri börn.

4.Sjávarútvegsskóli Vestfjarða - 2015080086

Lögð fram bréf frá Antoni Helga Guðjónssyni og Gauta Geirssyni annarsvegar og Smára Haraldssyni hinsvegar, dagsettum 24.8. s.l., þar sem rætt er um sjávarútvegsskóla í samstarfi við Ísafjarðarbæ og þá vinnuskólann sérstaklega.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina.
Önnur mál:
Formaður leggur til að fastur fundartími nefndarinnar verði fyrsta miðvikudag í mánuði.

Guðjón Þorsteinsson spurði hvort búið væri að gera áætlanir varðandi fótboltavellina á Torfnesi og hvað gert verði þar.

Nefndin kallar eftir nýtingatölum íþróttamannvirkja síðustu tvö ár.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?