Íþrótta- og tómstundanefnd

126. fundur 09. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal 2.hæð
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jafnframt sat fundinn Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdarstjóri HSV.
Hermann V Jósefsson mætti kl. 16:15. Dagur H Rafnsson mætti kl. 16:25.

Mættur var nýr nefndarmaður fyrir Framsóknarflokkinn, Gauti Geirsson. Þórdísi Jakobsdóttur eru þökkuð störf fyrir nefndina.

1.Íslandsglíman 2012 - 2011110025

Lagður fram tölvupóstur frá HSV fyrir hönd Harðar þar sem óskað er eftir því að íþrótta- og tómstundanefnd skipi fulltrúa í undirbúningsnefnd Íslandsglímunnar sem haldin verður á Ísafirði 14. apríl n.k.

Nefndin tekur vel í óskina og mun varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar Guðný Stefanía Stefánsdóttir sitja í nefndinni og Gauti Geirsson vera hennar varamaður.

2.Stefnumótun í íþróttamálum - 2011100042

Lagt fram til kynningar bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 11. október s.l. auk bæklings með stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum.

 

3.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Unnið við undirbúning íbúaþings um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.

 

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?