Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
126. fundur 09. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal 2.hæð
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jafnframt sat fundinn Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdarstjóri HSV.
Hermann V Jósefsson mætti kl. 16:15. Dagur H Rafnsson mætti kl. 16:25.

Mættur var nýr nefndarmaður fyrir Framsóknarflokkinn, Gauti Geirsson. Þórdísi Jakobsdóttur eru þökkuð störf fyrir nefndina.

1.Íslandsglíman 2012 - 2011110025

Lagður fram tölvupóstur frá HSV fyrir hönd Harðar þar sem óskað er eftir því að íþrótta- og tómstundanefnd skipi fulltrúa í undirbúningsnefnd Íslandsglímunnar sem haldin verður á Ísafirði 14. apríl n.k.

Nefndin tekur vel í óskina og mun varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar Guðný Stefanía Stefánsdóttir sitja í nefndinni og Gauti Geirsson vera hennar varamaður.

2.Stefnumótun í íþróttamálum - 2011100042

Lagt fram til kynningar bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 11. október s.l. auk bæklings með stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum.

 

3.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Unnið við undirbúning íbúaþings um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.

 

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?