Íþrótta- og tómstundanefnd

156. fundur 18. febrúar 2015 kl. 08:05 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson varamaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll og mætti Guðjón Þorsteinsson í hans stað.
Einnig sat fundinn framkvæmdarstjóri HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalist nefndarinnar.

2.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lagðar fram óskir íþróttafélaga til Ísafjarðarbæjar um uppbyggingarsamninga vegna uppbygginga sem nýtist íþróttahreyfingunni. Málið var áður á dagskrá síðasta fundar 4. febrúar s.l.
Nefndin leggur til að farið verði í viðræður við SFÍ, KFÍ/Hörð, BÍ og GÍ og mið tekið af drögum að uppbyggingaáætlun sem félögin hafa sent inn. Uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja sem samþykkt var á síðasta ári og unnin í fullri sátt við íþróttahreyfinguna verður einnig höfð til hliðsjónar. Nefndin felur formanni að funda með félögum í samstarfi við HSV um næstu skref.
Önnur mál.
1. Nefndin skorar á bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?