Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
155. fundur 04. febrúar 2015 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einning sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdarstjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Breyting á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar - 2015020008

Lagt fram bréf frá formanni nefndarinnar, Benedikt Bjarnasyni, þar sem lagt er til að breyting verði gerð á reglum um val á íþróttamanni ársins í þá veru að hvert íþróttafélag geti tilnefnt fleiri en einn íþróttamann séu fleiri en ein deild innan félagsins.
Nefndin samþykkir tillögu formanns. Breyting verður á 2. gr reglnanna þannig að aftan við þriðju málsgrein bætist við "úr hverri deild" og í síðustu málsgrein fyrri efnisgreinar bætist við "úr hverri grein".

3.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lögð fram bréf frá Herði, Skíðafélagi Ísfirðinga, Stefni, Golfklúbbi Ísafjarðar, Boltafélagi Ísafjarðar og Hendingu þar sem óskað er eftir uppbyggingarsamningum við Ísafjarðarbæ.
Nefndin frestar ákvörðun um samningagerð við íþróttáfélögin til næsta fundar sem verður 18. febrúar n.k.

4.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ýmis erindi 2015 - 2015010025

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem greint er frá niðurstöðum á könnun um ungt fólk í grunnskólum 2014.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?