Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
152. fundur 17. desember 2014 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingaráætlun gönguskíðasvæðis - 2014100070

Lögð fram ályktun frá stjórn HSV vegna Skíðafélags Ísfirðinga, þar sem stjórn HSV fagnar beiðni SFÍ um uppbyggingaáætlun á gönguskíðasvæðinu og HSV styður erindið heilshugar.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og leggur til að gengið verði til samninga við Skíðafélag Ísfirðinga. Jafnframt óskar nefndin eftir að HSV kalli eftir uppbygginaráætlunum frá öðrum félögum.

3.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagt fram bréf, dagsett 26. nóvember 2014, frá Jóni Hálfdáni Péturssyni, framkv.stj BÍ88 vegna málefni BÍ og vallarhúsins við Torfnes.
Íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu til næsta fundar og þá þurfa nefndarmenn að koma með tillögur að nýtingu á Vallarhúsinu. Einnig felur nefndin sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að taka saman kynningu á þeim erindum sem borist hafa varðandi rekstur á Vallarhúsinu.
Önnur mál.
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, var með kynningu á starfsemi HSV.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?