Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
151. fundur 19. nóvember 2014 kl. 08:05 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Agnieszka Malgorzata Tyka aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdarstjóri HSV. Þá mættu Þröstur Jóhannsson og Kristbjörn R Sigurjónsson til fundar undir 2. lið og Ágúst Atlason og Marteinn Svanbjörnsson undir 3. lið.
Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Jóhann Birkir Helgason mættu undir 2.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingaráætlun gönguskíðasvæðis - 2014100070

Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Ísfirðinga, dagsett 30. október.2014, þar sem fjallað er um uppbyggingaráætlun skíðasvæðisins á Seljalandsdal. Skíðafélagsmennirnir Kristbjörn R Sigurjónsson og Þröstur Jóhannesson mættu til fundar og gerðu grein fyrir hugmyndum SFÍ.
Nefndin fagnar góðum og vel unnum hugmyndum SFÍ og leggur til að skoðað verði að gera uppbyggingasamning við félagið. Áður en til þess komi verði fengið álit HSV á hugmyndunum.

3.Púkarnir móthorhjólaklúbbur - 2014110040

Lagt fram bréf frá Ágústi G Atlasyni fyrir hönd Púkanna mótorhjólaklúbbs, dagsett 4. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir svæði fyrir fólk sem iðkar mótorsport. Til fundar mættu Ágúst G Atlason og Marteinn Svanbjörnsson og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum.
Nefndin fagnar frumkvæði Púkanna og leggur til að skoðuð verði staðsetning fyrir aksturssvæði í samráði við umhverfis- og eignarsvið og aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.

4.Vetrarlandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 2016 - 2014110023

Lagt fram bréf frá HSV, dagsett 27.október 2014, þar sem greint er frá því að HSV hefur fengið úthlutað landsmóti 50+ og vetrarlandsmóti 2016. HSV óskar eftir stuðningi bæjaryfirvalda svo framkvæmdin megi verða öllum til sóma.
Nefndin fagnar því að HSV hafa fengið þessi mót vestur og leggur til að bærinn greiði götur sambandsins eins og kostur er.
Önnur mál.
Nefndin felur starfsmanni að undirbúa útnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2014. Stefnt er að útnefningunni sunnudaginn 18. janúar 2015.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?