Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
241. fundur 17. maí 2023 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Á 1239. fundi bæjarráðs þann 2. maí 2023, voru lögð fram drög að samningi um umsjá knattspyrnuvalla og 1. hæð í vallarhúsi á Torfnesi við knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokk. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 21. apríl 2023.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning með lítilsháttar breytingum um þrifaákvæði undir 3. grein.

2.Mótorsport í Ísafjarðarbæ - 2023050106

Lagt fram erindi frá Georg Val Ívarssyni dags. 7. maí 2023 varðandi aðstöðu til að iðka mótorsport í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar umræðu um aðstöðu fyrir mótorsport og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Nefndin telur umrætt svæði við Kofra ekki ákjósanlegt vegna nálægðar við íbúðarhverfi.

3.Útikörfuboltavöllur á Torfnesi - 2023050105

Lagt fram erindi frá Þóri Guðmundssyni, formanni barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 4. maí 2023 varðandi uppsetningu á nýjum útikörfuboltavelli á Torfnesi.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið um uppbyggingu á útikörfuboltavelli á Ísafirði en frestar því þangað til framtíðarskipulag svæðisins liggur fyrir.

4.Endurskoðun fyrirkomulags Vinnuskólans í Ísafjarðarbæ - 2022090138

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundansviðs, dags. 15. maí 2023 varðandi stöðuna á Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu og felur starfsmanni nefndarinnar að koma með frekari gögn um fyrirkomulag vinnuskólans.

5.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105

Lögð fram ný drög að reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Starfsmanni nefndarinnar falið að koma með ný drög að reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.

Gestir

  • Grétar Helgason, forstöðumaður íþróttamannvirkja - mæting: 09:20

6.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106

Lögð fram ný drög að umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að afla frekari gagna hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ og leggja þau fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lagðar fram umsagnir íbúa varðandi endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar. Engar umsagnir bárust frá íþróttafélögum í sveitarfélaginu.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að gera ný drög að íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar þar sem tekið er tillit til þeirrar umsagnar sem barst nefndinni.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?