Íþrótta- og tómstundanefnd
Dagskrá
1.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038
Á 1239. fundi bæjarráðs þann 2. maí 2023, voru lögð fram drög að samningi um umsjá knattspyrnuvalla og 1. hæð í vallarhúsi á Torfnesi við knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokk. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 21. apríl 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning með lítilsháttar breytingum um þrifaákvæði undir 3. grein.
2.Mótorsport í Ísafjarðarbæ - 2023050106
Lagt fram erindi frá Georg Val Ívarssyni dags. 7. maí 2023 varðandi aðstöðu til að iðka mótorsport í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar umræðu um aðstöðu fyrir mótorsport og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Nefndin telur umrætt svæði við Kofra ekki ákjósanlegt vegna nálægðar við íbúðarhverfi.
3.Útikörfuboltavöllur á Torfnesi - 2023050105
Lagt fram erindi frá Þóri Guðmundssyni, formanni barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 4. maí 2023 varðandi uppsetningu á nýjum útikörfuboltavelli á Torfnesi.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið um uppbyggingu á útikörfuboltavelli á Ísafirði en frestar því þangað til framtíðarskipulag svæðisins liggur fyrir.
4.Endurskoðun fyrirkomulags Vinnuskólans í Ísafjarðarbæ - 2022090138
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundansviðs, dags. 15. maí 2023 varðandi stöðuna á Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu og felur starfsmanni nefndarinnar að koma með frekari gögn um fyrirkomulag vinnuskólans.
5.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105
Lögð fram ný drög að reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Starfsmanni nefndarinnar falið að koma með ný drög að reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Gestir
- Grétar Helgason, forstöðumaður íþróttamannvirkja - mæting: 09:20
6.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106
Lögð fram ný drög að umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að afla frekari gagna hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ og leggja þau fyrir næsta fund nefndarinnar.
7.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Lagðar fram umsagnir íbúa varðandi endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar. Engar umsagnir bárust frá íþróttafélögum í sveitarfélaginu.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að gera ný drög að íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar þar sem tekið er tillit til þeirrar umsagnar sem barst nefndinni.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?