Íþrótta- og tómstundanefnd

238. fundur 18. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:38 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105

Lagðar fram til endurskoðunar núgildandi reglur fyrir vali á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd fór vel yfir reglurnar og ábendingar nefndarinnar skráðar í vinnuskjal. Vinnu við endurskoðun reglnanna verður haldið áfram á næsta fundi.

2.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106

Lagðar fram til endurskoðunar umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar, sem liður í vinnu íþrótta- og tómstundanefndar til að nútímavæða íþróttahúsið á Torfnesi.
Íþrótta- og tómstundanefnd kallar eftir afstöðu aðildarfélaga HSV og forstöðumanna íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar um gildandi umgengnisreglur.

3.Uppbyggingasamningar 2023 - 2023010108

Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2023 frá aðildarfélögum HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðilum svo hægt sé að taka ákvörðun í málinu.

Fundi slitið - kl. 09:38.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?