Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
238. fundur 18. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:38 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105

Lagðar fram til endurskoðunar núgildandi reglur fyrir vali á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd fór vel yfir reglurnar og ábendingar nefndarinnar skráðar í vinnuskjal. Vinnu við endurskoðun reglnanna verður haldið áfram á næsta fundi.

2.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106

Lagðar fram til endurskoðunar umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar, sem liður í vinnu íþrótta- og tómstundanefndar til að nútímavæða íþróttahúsið á Torfnesi.
Íþrótta- og tómstundanefnd kallar eftir afstöðu aðildarfélaga HSV og forstöðumanna íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar um gildandi umgengnisreglur.

3.Uppbyggingasamningar 2023 - 2023010108

Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2023 frá aðildarfélögum HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðilum svo hægt sé að taka ákvörðun í málinu.

Fundi slitið - kl. 09:38.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?