Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
237. fundur 07. desember 2022 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar lagður fram.
Lagt fram til kynningar.

2.Framtíðarskipulag Torfnes - Starfshópur - 2020090001

Mál lagt fyrir að beiðni Þráins Á. Arnaldssonar, nefndarmanns í íþrótta- og tómstundanefnd, þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu vinnunnar við framtíðarskipulag Torfnessvæðisins. Lagt fram erindisbréf starfshópsins ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að nýr starfhópur um framtíðarskipulag Torfness verði skipaður og klári þá vinnu sem hafin er.

3.Íþróttahús Torfnesi 2022 - 2022020074

Mál lagt fram að beiðni Þráins Á. Arnaldssonar, nefndarmanni í íþrótta- og tómstundanefnd, þar sem óskað er eftir að íþróttahúsið á Torfnesi verði nútímavætt. Meðfylgjandi er greinargerð frá umræddum nefndarmanni.
Starfsmanni íþrótta- og tómstundanefndar falið að gera tillögu að forgangsröðun verkefna, út frá fjárhagsáætlun íþróttahússins á Torfnesi 2023, og leggja fyrir næsta fund.
Sigurður J. Hreinsson og Hafdís Gunnarsdóttir véku af fundi undir þessum lið.

4.íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022120027

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2022, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2022 ásamt hvatningarverðlaunum. Lagðar fram tilnefningar aðildarfélaga HSV.
Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt í hófi sem haldið verður þann 8. janúar 2023 kl.15:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?