Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
236. fundur 16. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram drög að endurskoðaðri íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir tillögum frá íbúum og öðrum hagaðilum að breytingum á núverandi íþrótta- og tómstundastefnu fyrir endurskoðun á stefnunni.

3.Endurskoðun fyrirkomulags Vinnuskólans í Ísafjarðarbæ - 2022090138

Lagðar fram hugmyndir nemenda á unglingastigi grunnskóla varðandi þróun Vinnuskólans.
Starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við samstarfsaðila Vinnuskólans varðandi áframhaldandi samstarf.

4.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. nóvember 2022 þar sem lagt er til að endurskoðuð verði gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023 fyrir 16-18 ára börn.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2023 í sundlaugum og á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar:
-Gjaldfrjálst verði í sund fyrir börn 18 ára og yngri í sundlaugar Ísafjarðarbæjar
-50% afsláttur á alpa- og göngusvæði fyrir börn 6-18 ára.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?